Steikarsamloka með sveppum og bernaise sósu

Steikarsamloka er svo góð. Djúsí og svakalega góð! Þessi er einstaklega girnileg frá Lólý.

Steikarsamloka með sveppum og bernaise sósu

Brioche hamborgarabrauð
Nautakjöt(ég nota piparsteik)
100 gr parmesan ostur
Bernaise sósa annað hvort heimagerð(sjá á síðunni minni) eða beint úr búðinni
Tómatar
Kál
Djion sinnep
Sveppir
Rauðlaukur
Balsamic glaze
salt og pipar
Garlic Thyme krydd frá Nicolas Vahé
smá smjör
Hvítlauksolía
Chilliolía

Magn af hráefni fer auðvitað eftir því hverus margir eru í mat.

Takið sveppina og skerið þá gróft. Steikið þá á pönnu með smjöri og kryddið með Garlic Thyme kryddinu frá Nicolas Vahé nú eða einhverju góðu hvítlaukskryddi.
Hitið grillið og grillið piparsteikina í nokkrar mínútur á hvorri hlið – bara spurning hversu mikið þið viljið hafa kjötið steikt. Ég kaupi oft piparsteikur sem eru tilbúnar 2 í pakka annað hvort í Bónus eða Krónunni og eru á mjög góðu verði.
Ég dreifi yfirleitt svolítið af chilliolíu yfir steikurnar áður en ég grilla þær og salta og pipra líka.
Skerið rauðlaukinn í sneiðar og setjið í eldfast mót, kryddið með salti og pipar og dreifið olíu yfir. Setjið laukinn inn í forhitaðann ofninn á 200°C og hafið laukinn inni þangað til hann er gullinn brúnn.
Setjið á ofnplötuna bökunarpappír og rífið parmesanostinn með rifjárni þangað til þið eruð komin með smá fjall á plötuna og dreifið þá úr honum þannig að hann myndi hring sem er frekar þunnur, gerið hringinn bara jafnstórann og brauðið er. Setjið ostinn inn í ofninn með rauðlauknum og hafið hann inni þangað til hann verður gullin brúnn.

Nú svo er bara að skera kjötið í þunnar sneiðar og raða svo öllu hráefninu á brauðið – ég set djon sinnepið á annan helminginn og bernaise sósu undir og ofan á.

Ég setti fyrst bernaise sósu,kál, tómatur,parmesanostur,kjöt,rauðlaukur, sveppir, fullt af sósu og svo djon sinnep smurt á lokið og voila – geggjuð steikarsamloka fædd.

Endilega smellið like-i á Lólý á Facebook

SHARE