„Stelpulegar stelpur“ geta verið saman

Hún Ingileif Friðriksdóttir skrifaði flotta færslu á Beauty tips á dögunum. Við fengum leyfi hennar til að birta hann hérna á síðunni:

„Ég hef verið lengi hér inni en tjáð mig afar takmarkað. Nú langar mig hins vegar að ríða á vaðið með smá persónulegan póst þar sem ég veit að ég hefði sjálf viljað lesa eitthvað í þessum dúr fyrir nokkrum árum.
Skilaboðin mín eru þessi (og þau beinast sérstaklega að þeim sem eru í vafa með eigin kynhneigð): Það er 100% í góðu lagi að elska hvern sem þú vilt elska.

Sjá einnig: Yndislegur leiðarvísir: Brúðkaup samkynhneigðra – Myndir

Ég er sjálf samkynhneigð og þó ég viti að fordómar séu að þurrkast út, þá er ekki óeðlilegt að finna nánast fyrir fordómum gagnvart sjálfum sér. Við ölumst upp við það að lesa bækur, horfa á bíómyndir og heyra sögur af gagnkynhneigðu fólki. Í öllum Disney myndum spilar ást á milli konu og karls aðalhlutverk og við förum að sjá heiminn út frá sjónarhorni sem er fyrirfram mótað. Ég sá alltaf fyrir mér að giftast prinsi eins og alvöru Disney prinsessa og lifa lífinu eftir þessari formúlu. En þegar ég varð eldri áttaði ég mig á því að það gekk ekki upp.

 

Sama hversu marga stráka ég hitti og reyndi að deita, þá fann ég ekki þessar tilfinningar til þeirra. Vinkonur mínar skildu aldrei hvernig ég gat verið svona tilfinningalaus en ég taldi þeim trú um að ég ætti bara eftir að finna þann rétta. Það var ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég ber tilfinningar til stelpna en ekki stráka að ég skildi að ég myndi ekki finna þann rétta heldur þá réttu.

Sjá einnig: Konur ýmist tvíkynhneigðar eða samkynhneigðar: Ný rannsókn


Þegar ég var að fikra mig út úr skápnum hafði ég ekki margar fyrirmyndir og fannst ég ekki almennilega geta samsamað mér með þeim fáu fyrirmyndum sem ég hafði. Þess vegna veit ég hvað það skiptir miklu máli að eiga fyrirmyndir og geta hugsað með sér: „Hey, hún getur gert þetta og þá get ég það líka!“
Í dag er ég trúlofuð konunni sem ég elska og gæti ekki verið hamingjusamari. Við höfum samt nokkrum sinnum heyrt að það geti ekki verið að „tvær stelpulegar stelpur“ séu saman – en það er einmitt líka tilgangur minn með þessum skrifum. Að það skiptir engu máli hvernig þú lítur út, hvaða áhugamál þú hefur eða hvernig tannburstinn þinn er á litinn. Elskaðu þann sem þú vilt elska og ekki láta neinn segja þér neitt annað 💜💛💚💙💕.“

Skyldar greinar
Myndband
Ótrúlega falleg rödd og svo tekur önnur rödd undir
Bókagjöf til Barnaspítala Hringsins
Myndband
10 fallegar sögur um einstaka manngæsku
Pabbi kemur dóttur sinni verulega á óvart
Myndband
Feður í fangelsi fá einn dag með börnum sínum
Nokkur orð um ótta og traust
Myndband
Leyfir sér að blæða í hvítar jógabuxur
Ed Sheeran þarf enga hljómsveit
Myndband
9 ára drengur heimsækir gröf látins tvíburabróðurs
Það þarf þorp til að ala upp barn
Myndir
Yndislegar myndir af tvíburum en annar þeirra átti stutt eftir ólifað
Veröldin fer á hvolf
Myndir
Pökkuðu niður og héldu á vit ævintýra á Íslandi
Myndband
Gefur eiganda sínum alla hvolpana sína
Myndband
Feðgar syngja Sound of silence
Minningin um pabba