Stjörnumerkin og gallarnir

Það eru margir hrifnir af því að lesa stjörnuspána sína og finnst það gefa sér innsýn í ákveðnar aðstæður og hvers vegna maður kemur sér í þær.

Það, að horfa í stjörnurnar, getur verið gott verkfæri til að kynnast sjálfum sér. Það er gott að þekkja kosti sína en það er líka mjög gagnlegt að þekkja gallana sína.

Hér eru verstu gallar hvers stjörnumerkis fyrir sig.

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Kæri Hrútur. Þitt eldfima sjálf á það til að springa ef hlutirnir fara ekki eins og þú vilt að þeir fari. Það verður til þess að margir líta á þig sem náttúrulega stjórnsama manneskju, en í raun er það bara þitt eldfima skap sem þú missir stundum stjórn á.

Þú þarf bara að læra að stíga til hliðar og slaka og kæla þig niður áður en þú springur. Það mun auka sjálfstraustið þitt og láta þér líða mun betur.

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Þú átt það til, Nautið gott, að fá ófullkomnun þína á heilann og þú ætlar þér bara eitt og það er að „laga“ alla gallana þína.

Þú ert mikil efnahyggjumanneskja og ferð yfirleitt ekki út á meðal fólks nema þú lítir fullkomlega út.

Vegna þess hversu mikið þú leggur á þig til að vera „fullkomin“ áttu það til að láta aðra heyra það, sem eru ekki jafn mikið að spá í útlitinu. Þú átt það til að vera ein leiðinlegasta mannseskja sem fyrir finnst.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Þú minn kæri Tvíburi ert þekktur fyrir að vera með tvo persónuleika sem stangast oft á tíðum á við hvorn annan. Til dæmis heldurðu oft að þú sért ein klárasta manneskja í heimi en ert það svo kannski ekki.

Þig skortir þokka og sjálfsvitund sem gerir þig óútreiknanlega/n og það gerir fólk óöruggt í kringum þig.

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Í menntaskóla varst þú, viðkvæmi Krabbi, krakkinn sem var grátandi eða dapur þegar fólk sá þig. Það sem þú gerir er oft að draga þig inn í skel þegar aðstæður eru erfiðar, sem eru þín varnarviðbrögð.

Það eru auðvelt að særa þig og það verður oft til þess að þú ferð að plotta um það hvernig þú ætlir að hefna þín.

 

Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir febrúar – Vatnsberinn
Af hverju gengur ástin ekki upp?
Hvað átt þú erfitt með að viðurkenna?
Hvernig tjá stjörnumerkin ást sína?
Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?
Hvað myndir þú aldrei gera? – Stjörnuspeki
Stjörnumerkin og rifrildin
Myndir
Uppáhaldskynlífsathafnir stjörnumerkjanna
Stjörnumerkin og ástleysið
Verstu persónueinkenni stjörnumerkjanna
Leyndir hæfileikar stjörnumerkjanna
Stjörnumerkin og veikleikarnir
Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?
Kynlífið skv. stjörnumerkjunum – Vogin
Kynlífið skv. stjörnumerkjunum – Tvíburinn
7 kynlífsráð fyrir þig ef maki þinn er LJÓN