Stjörnumerkin og kvíðinn

Þunglyndi og kvíði er orðin eitthvað sem fólk er orðið minna feimið við að tala um. Það er margt sem getur valdið kvíða og jafnvel ofsakvíðaköstum. Hér er það sem talið er að valdi stjörnumerkjunum kvíða.

1. Hrúturinn

Hrúturinn er mjög harður við sjálfan sig og trúir því að heimurinn myndi stoppa ef hans nyti ekki við. Hann tekur sér sjaldan frí, setur sér háleit markmið og vinnur alltof hart að því að ná þeim markmiðum. Hrúturinn verður mjög vonsvikinn þegar hlutirnir fara ekki eins og hann vill og daglegt stress verður mjög yfirþyrmandi.

Hrúturinn er mjög viðkvæmur og á það til að finna fyrir kvíða, þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum. Ef þú ert í Hrútsmerkinu ráðlegg ég þér að gefa þér tíma til að slaka á og læra að njóta lífsins. Lífið er stutt.

 

2. Nautið

Nautið hefur of miklar áhyggjur af áliti annarra og hvað fólk segir um það. Það gerir hvað það getur til að þóknast öðrum og það veldur kvíða. Kæra naut, hættu að hugsa að þú sért ekki nógu góð/ur þó þú haldir ekki öllum glöðum. Einbeittu þér að þér sjálfri/sjálfum og þínum þörfum. Þú ert ekki ábyrg/ur fyrir gleði annarra.

 

3. Tvíburarnir

Tvíburinn á það til að gera úlfalda úr mýflugu og það býr til kvíða hjá honum. Tvíburi góður, þú ert mjög tilfinningaríkur og átt erfitt með að hemja reiðina þegar kemur að því að reyna að leysa vandamál. Þú þarft að læra að biðja um og þiggja hjálp. Það mun minnka kvíðann í þínu lífi.

 

4. Krabbinn

Krabinn er kvíðinn af náttúrunnar hendi. Hann er smámunasamur og með fullkomnunaráráttu sem á erfitt með að takast á við og þekkja mistök, sérstaklega sín eigin. Krabbinn þolir ekki gagnrýni og tekur henni alltof persónulega. Elsku Krabbi þú hefur of miklar áhyggjur af áliti annarra og þarft ekki að skara fram úr í öllu sem þú gerir.

 

 

Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir apríl 2017
Hvert er þitt leynda persónueinkenni?
Hvað segir þín fæðingartala um þig?
Myndband
10 leyndarmál fólks með kvíða
Fegin þegar 17 ára dóttirin varð þunguð
Stjörnuspá fyrir desember 2016
Stjörnumerkin og kynþokkinn
Selena Gomez fer á rauða dregilinn eftir meðferð
Verstu persónueinkenni stjörnumerkjanna
Leyndir hæfileikar stjörnumerkjanna
Varð öryrki og missti lífsviljann eftir vanrækslu læknis
Stjörnumerkin og stressið
Fékk alvarlega kvíðaröskun í kjölfar krabbameinsmeðferðar
Hvernig upplifir þitt stjörnumerki ástina?
Tekst á við félagsfælni og kvíða með snapchat
Fæðingarmánuður þinn og kynlífið