Stjörnumerkin og rifrildin

Það er alltaf leiðinlegt að rífast. Það er samt gott að hafa þessi atriði í huga þegar þú rífst við fólk, í hvaða stjörnumerki er viðkomandi og hvað þarftu að hafa í huga.

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Hrúturinn þolir ekki þegar fólk beitir hann andlegu ofbeldi. Það er fátt sem gerir hann reiðari en þegar fólk getur ekki bara talað hreint út við hann.

Það er best fyrir þig að segja bara það sem þú meinar og að meina það sem þú ert að segja. Hann hefur enga þolinmæði fyrir því að þú sért að fara í kringum hlutina. Hrúturinn mun vísvitandi láta þig vita hvernig honum líður og hvað hann ætlar að gera í því.

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Nautið er stressað fyrir svo ef þú ert að angra það meira áttu von á það noti hornin á þig. Það er opið fyrir samningaviðræðum og mun leggja mikið á sig til að halda friðinn. Hinsvegar þolir Nautið ekki að láta áreita sig.

Nautið mun alveg berjast á móti og fer ekki fínt í það. Vertu með það að hreinu hvað þú vilt ræða og ekki eyða tíma Nautsins til einskis.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Ekki leggja Tvíburanum orð í munn. Hann þolir það ekki og það mun ekki hjálpa þér í rifrildum.

Leyfðu Tvíburanum að tala og leggðu þig fram um að skilja hvað hann er að reyna að segja. Ef þú ert að grípa orðið finnst honum eins og þú sért ekki að taka hann alvarlega.

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Ef þú ætlar að bjóða Krabbanum birginn varðandi eitthvað skaltu gera það ein/n. Ef þú ætlar að gera þetta með einhverjum öðrum mun Krabbinn ekki hlusta á ykkur.

Þetta verður að vera persónulegt því annars verður þér ekkert ágengt. Vertu heiðarleg/ur við þig og Krabbann og þá getið þið talað saman.

 

Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir apríl 2017
Stjörnuspá fyrir mars 2017
Hvert er þitt leynda persónueinkenni?
Stjörnuspá fyrir febrúar – Vatnsberinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Sporðdrekinn
Af hverju gengur ástin ekki upp?
Hvað átt þú erfitt með að viðurkenna?
Stjörnuspá fyrir árið 2017
Hvernig tjá stjörnumerkin ást sína?
Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?
Stjörnuspá fyrir desember 2016
Stjörnumerkin og kynþokkinn
Stjörnumerkin og gallarnir
Hvað myndir þú aldrei gera? – Stjörnuspeki
Stjörnumerkin: Hvað gerir þig aðlaðandi?
Stjörnuspá fyrir nóvember 2016