Stjörnuspá fyrir apríl 2017

Stjörnuspáin fyrir apríl 2017 er komin í hús. Á þetta við þig?

 

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Apríl verður mánuður fullur af óróa, krafti og æsingi. Hann er samt tilvalinn mánuður til að hefjast handa við ný verkefni og til að ná tilætluðum markmiðum þínum.

Þú þarft að ákveða hvað þú til gera og fylgja því svo eftir af kostgæfni.  Þú hefur kraftinn og styrkinn til að komast í gegnum allar hindranir. Eftir miðjan mánuðinn mun hraðinn minnka og þú verður að vera raunsærri og einbeittari i fjárhagslegum framförum.

Það getur verið að staða þín í vinnutengdum málum geti farið að breytast. Þú gætir fengið nýtt starf eða að núverandi starf þitt muni breytast.

Stjörnuspáin segir einnig að það geti orðið sveiflur í ástarmálunum í apríl. Það verða ekki endilega sambandslit en eitthvað ójafnvægi gæti komið upp. Ef þú ert í sambandi mun sambandið styrkjast í þessum mánuði og ástríðan verður enn meiri.

 

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Það verður mikið að gera hjá þér í vinnunni fyrstu þrjár vikur mánaðarins en þú munt geta slakað á í seinustu vikunni. Þú getur notað þann tíma til að bæta sjálfsmynd þína og uppfylla þínar dýpstu þrár.

Sjálfstæði þitt og frumkvæði verður í miklum blóma og þú ættir að láta vaða í það sem þig langar að gera.

Vinnan þín mun ganga mjög vel þrátt fyrir annir og þú skalt njóta þess.

Hjónabandið/sambandið verður undir miklu álagi í apríl. Öll vandamál sem hafa verið til staðar áður koma upp á yfirborðið. Samstaða mun koma ykkur út úr þessu og hjálpa ykkur í gegnum þetta.

Þú munt fá fréttir af fjölgun í fjölskyldunni.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Það verður álag á þér í vinnunni í apríl en það verður líka nóg að gera hjá þér í fjölskyldumálum. Þú munt leysa þetta allt vel af hendi.

Þú ert mjög sjálfstæð/ur og það vinnur með þér og aðrir fylgja þér eftir. Það verða mjög miklar ryskingar á vinnustaðnum og en það mun allt fara vel.

Þú munt endurskoða sambönd þín við vini og vinnufélaga í apríl. Þú verður að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á vináttur. Það verður einhver ólga í vinahópnum þínum en þetta mun allt leysast á farsælan hátt.

Ástarmálin verða örlítið flókin þangaði til um miðjan mánuðinn. Ef gunnurinn er sterkur mun sambandið þitt lifa það af, en bara ef grunnurinn er sterkur.

 

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Þessi mánuður verður mikið upp og niður hjá þér. Stundum eru þér allir vegir færir en stundum þarftu að treysta algjörlega á aðra. Sjálfstæði og einvera eru mjög mikilvæg fyrir þig í þessum mánuði.

Vinnan verður í miklum forgangi í apríl og þú munt upplifa mikinn vöxt og mikla virkni. Félagsleg tenging er mjög mikilvæg fyrir frama þinn og störf. Þú gætir fengið nýtt starf eða farið í gegnum miklar breytingar í starfi.

Þú munt eiga í erfiðleikum í samskiptum við þá sem eldri eru í fjölskyldunni þinni. Í ástarmálunum þarftu að hafa í huga að samskipti eru lykillinn að hamingju. Núverandi ástarsambönd verða í ójafnvægi en munu ná góðu jafnvægi í lok mánaðar.

 

Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir mars 2017
Hvert er þitt leynda persónueinkenni?
Stjörnuspá fyrir febrúar – Sporðdrekinn
Hvað segir þín fæðingartala um þig?
Stjörnuspá fyrir árið 2017
Hvernig tjá stjörnumerkin ást sína?
Stjörnuspá fyrir desember 2016
Stjörnumerkin og kynþokkinn
Hvað myndir þú aldrei gera? – Stjörnuspeki
Stjörnumerkin: Hvað gerir þig aðlaðandi?
Stjörnumerkin og rifrildin
Stjörnuspá fyrir nóvember 2016
Stjörnumerkin og kvíðinn
Stjörnumerkin og ástleysið
Verstu persónueinkenni stjörnumerkjanna
Leyndir hæfileikar stjörnumerkjanna