Stjörnuspá fyrir árið 2017

Nú er nýtt ár hafið og við veltum því auðvitað fyrir okkur hvernig þetta ár muni verða hjá okkur. Það er auðvitað hægt að velta vöngum fram og til baka en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Það er bara svolítið þannig. Þessi stjörnuspá er frá heimasíðunni LittleThings sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við ákváðum að þýða hana fyrir ykkur.

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Aquarius (January 20 to February 18)

Þú ert dugleg og varkár manneskja og vilt alltaf vera 1000% viss, þegar þú ert að gera einhverjar breytingar. Þú vilt taka þér tíma til að íhuga alla kosti og galla á aðstæðum. Stundum getur þetta orðið til þess að þú hjakkar í sama farinu og það gefur þér enga hamingju.

Prófaðu, á þessu ári, að taka ákveðin skref. Vertu ákveðin og reyndu að fá það sem þú vilt. Við erum ekki að segja að þú eigir ekki að vera varkár, bara að þú ættir ekki að láta varkárni þína stoppa þig í að gera þær breytingar sem þú þarft að gera. Þú munt komast að því að fólk mun kunna að meta það, meira en þú getur ímyndað þér.

 

 

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Pisces (February 19 to March 20)

Stundum getur þér liðið eins og allt sé að hrynja í kringum þig, en það er ekki að gerast, hlutirnir eru bara að breyta um lögun. Þú ert viðkvæm manneskja og þolir illa breytingar, en breytingar geta virst stærri og meira ógnvekjandi í byrjun, en þær eru í raun og veru.

Mundu svo í framtíðinni að þú þarft ekki bara að sitja á hliðarlínunni og fylgjast hlutlaus með lífinu. Þú getur og ættir, að taka virkan þátt í að skapa þann heim sem þú vilt lifa í. Þú gætir meira að segja komið þér sjálfri á óvart.

 

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Aries (March 21 to April 19)

Þú ert yfirleitt mjög drífandi lætur bara vaða. Seinasta árið hefur þú hinsvegar þurft að hægja á þér. Þú ert náttúrulega virk og ötul, svo það getur reynst þér áskorun að hægja aðeins á þér, en mundu bara að það mun ekki hjálpa neinum að gera hlutina hraðar. Prófaðu í staðinn að anda djúpt og kunna að meta lífið aðeins hægar, að minnsta kosti í bili. Þú gætir farið að njóta hlutanna sem þú hélst þú hefðir engan tíma fyrir.

Notaðu líka þennan tíma til að prófa nýja hluti. Kannski uppgötvarðu nýjar hliðar á þér sem þú vissir ekki að væru til.

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Taurus (April 20 to May 20)

2017 er árið þar sem þú kemur öllu þínu á hreint, kæra Naut. Þú hefur verið að stytta þér leið í gegnum marga hluti í lífi þínu en nú er komið að því að ganga frá öllum lausum endum. Þú munt finna að lífið er mun afslappaðra þegar þú klárar þessi mál.
Sum þessara verkefna er ekkert of glæsileg en þegar allt þitt er komið á hreint muntu sjá, hversu miklu þú hefur í raun áorkað og það mun ekki þyrma yfir þig þegar þú færð ný verkefni.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Gemini (May 21 to June 20)

Það hafa orðið margar breytingar hjá þér á þessu ári og það er ekkert að fara að breytast. Þannig viltu líka hafa það. Þessar breytingar halda þér á tánum og gefa þér byr undir báða vængi. Það er líka þetta sem mun gera árið 2017 nákvæmlega að því ári sem þú hefur verið að bíða eftir.

Haltu áfram þínu striki á þessu ári. Það getur verið að þér finnist stundum nóg um, hvað það er margt að gerast hjá þér en þetta er allt á réttri leið ef þú ert til í að taka til hendinni. Þetta verður stórkostlegt!

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Cancer (June 21 to July 22)

Það er eitt sem þú munt aldrei hætt að gera kæri Krabbi, og það er að vera þú sjálf. Þú ert óstoppandi og ógleymanleg. Þú ert með stóran persónuleika sem fyllir upp í herbergi, á jákvæðan hátt. Þó fólk segi það ekki alltaf þá hlýjar það fólki um hjartarætur að sjá þig og þinn persónuleika.

Haltu áfram að vera þú á þessu ár og mundu að fólk úti um allt elskar þig fyrir það. Þú hefur meiri áhrif á fólk en þú gerir þér grein fyrir. Mundu það þegar þú ert döpur eða lítil í þér, þú lífgar upp á líf fólks.

 

Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir apríl 2017
Stjörnuspá fyrir mars 2017
Hvert er þitt leynda persónueinkenni?
Stjörnuspá fyrir febrúar – Sporðdrekinn
Hvernig tjá stjörnumerkin ást sína?
Stjörnuspá fyrir desember 2016
Stjörnumerkin og kynþokkinn
Stjörnumerkin: Hvað gerir þig aðlaðandi?
Stjörnumerkin og rifrildin
Stjörnuspá fyrir nóvember 2016
Stjörnumerkin og ástleysið
Hvað segir fæðingardagurinn þinn um þig?
2
Hvað hræðir þig samkvæmt þínu stjörnumerki?
Hvað segir þinn mánuður um þig?
Sama stjörnuspáin notuð aftur og aftur?
9
Hvað þola stjörnumerkin ekki?