Stjörnuspá fyrir desember 2016

Stjörnuspár hafa verið rosalega vinsælar hjá okkur síðustu mánuði og því ætlum við að halda áfram að birta þær hjá okkur. Þessi frábæra spá er frá Astrosofa og er bráðskemmtileg spá fyrir desembermánuð.

 

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Þú ert svo sannarlega sólargeisli fyrir aðra. Þú gleður fólk með þínu ómótstæðilega brosi. Þér líður vel þegar þú hefur tækifæri til að vera hugulsöm/samur. Ef einhverjir erfiðleikar steðja að muntu takast á við þá með svo mikilli færni að þú munt átta þig á því að þú ert fær í flestan sjó. Þú munt fá peninga úr óvæntri átt, ekki missa þig samt. Það er gott að eiga þessa peninga inni á nýja árinu.

Heilsan þín er fín en þú þarft samt að huga að heilsunni þinni. Þú keyptir hlaupaskóna ekki til þess að horfa bara á þá. Skokkaðu á morgnana eða hjólaðu í vinnuna, eða farðu í sund. Þú munt ekki sjá eftir því.

 

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Þú kemur með metnað og ást í þitt nánasta umhverfi. Þú er örlát/ur og göfug/ur og þess vegna áttu auðvelt með að fyrirgefa hugsunarleysi annarra. Þú móðgast ekki þó fólk í kringum þig sé pirrað og reynir jafnvel að nálgast það. Það gæti komið þér skemmtilega á óvart.

Þú ferð afslöppuð/afslappaður í vinnuna því þú ert ekki hrædd/ur við að gera mistök og leyfir þeim ekki að brjóta þig niður. Þú reynir bara aftur og vandvirkni þín mun verða til þess að þetta hefst allt að lokum.

Á þessum tíma í lífi þínu þarftu að fá þinn tíma í einsemd og sjálfskoðun. Þú nýtur þess og þetta fer að verða að helgisiðum hjá þér. Farðu á rólegan stað, hugsaðu inn á við og aftengdu þig öllu. Þetta gerir sál þinni gott.

 

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Þú losnar ekki við þá tilfinningu að fólk sé alltaf að reyna að ögra þér. Fólk stríðir þér annað veifið og það getur farið í taugarnar á þér. Reyndu samt að springa ekki á fólk því það mun bara valda særindum.

Þú munt örugglega upplifa tilfinningalegan rússíbana næstu daga í vinnunni. Þú getur átt áreynslulaus og ánægjuleg samskipti við samstarfsfélagana einn daginn, en daginn eftir eitthvað þveröfugt. Reyndu að slaka á og velja orð þín af kostgæfni.

Ekki fara framúr þér í líkamsræktinni. Þú átt það til að vera öfgakennd/ur í hegðun og vilt þröngva útkomu fram sem hentar þér. Ekki gera það.

 

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Þú þarft að taka aðeins til í sambandinu þínu og laga allt ósætti. Rifrildi hafa minni áhrif á þig en venjulega og þú lítur á þau sem tækifæri til að sættast við fólkið í kringum þig og auðga líf þeirra. Þú ættir að verja næstu vikum með þínum nánustu.

Þú getur skilið allt pirrandi og leiðinlegt eftir í vinnunni og nýtur þín í botn. Hlustaðu á innsæi þitt, nú er tíminn til þess.

Þér líður vel og nýtur lífsins. Farðu í líkamsrækt og hafðu heilsuna í lagi, fyrir framtíðina.

 

Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir apríl 2017
Stjörnuspá fyrir mars 2017
Hvert er þitt leynda persónueinkenni?
Stjörnuspá fyrir febrúar – Sporðdrekinn
Hvað segir þín fæðingartala um þig?
Stjörnuspá fyrir árið 2017
Hvernig tjá stjörnumerkin ást sína?
Stjörnumerkin og kynþokkinn
Stjörnumerkin: Hvað gerir þig aðlaðandi?
Stjörnumerkin og rifrildin
Stjörnuspá fyrir nóvember 2016
Stjörnumerkin og kvíðinn
Stjörnumerkin og ástleysið
Verstu persónueinkenni stjörnumerkjanna
Leyndir hæfileikar stjörnumerkjanna
Stjörnumerkin og stressið