Stjörnuspá fyrir febrúar – Meyjan

Seint en kemur samt. Hér kemur stjörnuspáin þín fyrir febrúarmánuð. Mánuðurinn er stuttur að vanda og manni finnst hann oft enda stuttu eftir að hann hefst. Þó svo að hann sé nú ekki það mikið styttri en hinir mánuðirnir.

 

 

Meyjan

 

Þú ert sannkallaður sólargeisli fyrir aðra þessa dagana. Þú gleður fólk og kætir með þínu ómótstæðilega brosi. Á meðan þú lifir hugulsömu lífi líður þér vel. Ef þú ert einhleyp/ur gætirðu fundið fyrir því að þig langar að eiga einhvern lífsförunaut.
 
 
Allir erfiðleikar sem þú munt komast í tæri við munu ekki verða þér óyfirstíganlegir. Þú munt komast að því að þú getur allt sem þig langar og meira til. Þú gætir átt von á peningum frá óvæntum stað en farðu samt varlega með peningana þína í bili.
 
 
Jafnvel þó þér líði stórkostlega þessa stundina þýðir það ekki að þú þurfir ekki hugsa um líkama þinn. Taktu hlaupaskóna fram, hjólaðu eða farðu í sund. Þú munt ekki sjá eftir því.

Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir febrúar – Vatnsberinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Hrúturinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Ljónið
Stjörnuspá fyrir febrúar – Vogin
Stjörnuspá fyrir febrúar – Krabbinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Nautið
Stjörnuspá fyrir febrúar – Fiskurinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Sporðdrekinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Bogmaðurinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Tvíburinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Steingeitin