Stjörnuspá fyrir febrúar – Nautið

Seint en kemur samt. Hér kemur stjörnuspáin þín fyrir febrúarmánuð. Mánuðurinn er stuttur að vanda og manni finnst hann oft enda stuttu eftir að hann hefst. Þó svo að hann sé nú ekki það mikið styttri en hinir mánuðirnir.

 

Nautið

 
 
Þú sýnir stolt þitt oft mjög kæruleysislega og það bitnar á öðrum. Þú átt það til að vera alltof viðkvæm/ur og hefnigjörn/gjarn og missir stjórn á þér. Íhugaðu afleiðingar slíkrar hegðunar fyrirfram – Það ætti að hjálpa þér að hafa hemil á þér. Bíttu frekar í tunguna á þér frekar en að fórna vinskap.
 
 

Þú getur staðið þig mjög vel í vinnu – ef þú nærð að halda aftur á þér á réttum tímum en þú átt það til að vera óþolinmóð/ur og hvatvís. Í þessum mánuði gætir þú átt það til að vera eyðslukló, en farðu varlega með það sem þú átt, því hlutirnir eru fljótir að eyðast.
 
 

Þú ert orkumikil/l í febrúar og líður vel. Þú átt ekki von á neinum vandamálum en gætir hugsanlega búið þér til vandamál. Þú átt það til að vera öfgakennd/ur ef þér líkar eitthvað, svo þú skalt vera vakandi fyrir því. Þú þarft að setja þér mörk. Það er betra að halda aftur af sér á stundum, heldur en að láta alltaf eftir freistingum.

 

Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir febrúar – Vatnsberinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Hrúturinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Ljónið
Stjörnuspá fyrir febrúar – Vogin
Stjörnuspá fyrir febrúar – Krabbinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Fiskurinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Sporðdrekinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Bogmaðurinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Tvíburinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Meyjan
Stjörnuspá fyrir febrúar – Steingeitin