Stjörnuspá fyrir mars 2017

Stjörnuspáin fyrir mars 2017 er loks komin í hús. Á þetta við þig?

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Þú finnur fyrir ákveðnum tómleika í lífi þínu um þessar. Það sem hefur áður skemmt þér og haldið þér við efnið, hefur misst sjarmann. Stutt ævintýri eru líka orðin frekar óspennandi. Það er kominn tími til að þú farir að einbeita þér að öllum samböndunum í þínu lífi. Þú þarft á stöðugu sambandi að halda, til langs tíma. Þú munt finna það sem þú vilt.

Í vinnunni þarftu að sýna mikið frumkvæði. Ef þú sýnir hugrekki mun það hagnast þér í viðskiptum. Ef ákveðni þín og hæfni kemur saman er það bara tímaspursmál hvenær þú munt vera hækkuð/aður í tign. Það verður samt ekki til þess að þú verðir ánægð/ur. Mögulega getur verið að vinnan þín komi í veg fyrir að þú gerir það sem þú vilt raunverulega gera. Þú verður að vega og meta aðstæður gaumgæfilega.

Hugur þinn þarf að hafa nóg fyrir stafni. Hugarleikfimi er jafn mikilvæg og líkamleg hreyfing. Einbeittu þér að list og menningu og lestu bækur. Farðu í leikhús. Þetta mun allt vera til að örva huga þinn og auka vellíðan þína almennt.

Nautið

20. apríl – 20. maí

Þér kann að þykja erfitt að blanda geði við aðra þessa dagana. Þú átt það til að vera mjög sjálfshverf/ur og tekur kannski ekki tillit til annarra. Allir sem kynnast þér þegar þú ert í þessum sjálfhverfa ham, mun fólki finnast þú vera mjög lítt heillandi. Þú ættir að reyna að sýna öðrum áhuga. Ef þú ert í föstu sambandi ertu heppin – Maki þinn mun hjálpa þér að koma fótunum niður á jörðina.

Komandi vikur munu reyna á sjálfsaga þinn. Ef velgengni þín er mikil, áttu það til að verða kærulaus og ofmeta sjálfa/n þig. Það getur haft áhrif á fjárhag þinn og þú gætir orðið blankari en þú gerir þér grein fyrir.

Skoðaðu það hvort þú sért að vinna of mikið. Þú ættir að einbeita þér að því næstu vikur að minnka stressið. Þú verður að gera það til að halda heilsunni þinni.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Þú hefur miklar þörf fyrir að kynnast nýju fólki. Þú virkar mjög sjálfsörugg/ur og það getur orðið til þess að þú munt mæta hindrunum. Þú laðast sérstaklega að fólki sem hefur annan lífstíl en þú og finnst gaman að eiga allskonar vini.

Þú finnur fyrir miklum innri styrk og nálgast áskoranir með miklu sjálfstrausti. Þú ert góð/ur í að finna lausnir og hristir alla gagnrýni af þér. Þú ert hress á vinnustaðnum og fólk kann að meta þig.

Heilsa þín er góð. Þú vilt hreyfingu og þarft að passa að hreyfa þig nóg. Farðu í göngu eða í hjólaferð – ekki festast í sófanum þínum. Ef þú hreyfir þig ekki muntu verða pirruð/aður og missir einbeitinguna.

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Útávið virkar þú mjög sjálfsörugg/ur. Þú átt auðvelt með að hafa samskipti við aðra. Eini gallinn er sá að þú átt það til að vera ýtin/n og eigingjörn/gjarn á fólk og það kann að fæla fólk í burtu. Ef þú ert á lausu, þarftu að passa þig að vera ekki of uppáþrengjandi við þann/þá sem þú ert að hitta í rómantískum hugleiðingum.

Þú hræðist það ekki að gera mistök. Það virðist sem örlög þín séu þér í vil, svo allt endar vel að lokum. Velgengni þín er bara undir þér komin – Þú getur ekki treyst á heppnina.

Þig vantar jafnvægi í lífi þínu. Stundum áttu það til að ganga fram af þér og þú verður að virða mörkin þín. Skipulag í daglega lífinu er lykillinn.

 

 

Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir apríl 2017
Hvert er þitt leynda persónueinkenni?
Stjörnuspá fyrir febrúar – Sporðdrekinn
Stjörnuspá fyrir árið 2017
Hvernig tjá stjörnumerkin ást sína?
Stjörnuspá fyrir desember 2016
Stjörnumerkin og kynþokkinn
Stjörnumerkin: Hvað gerir þig aðlaðandi?
Stjörnumerkin og rifrildin
Stjörnuspá fyrir nóvember 2016
Stjörnumerkin og ástleysið
Hvað segir fæðingardagurinn þinn um þig?
2
Hvað hræðir þig samkvæmt þínu stjörnumerki?
Hvað segir þinn mánuður um þig?
Sama stjörnuspáin notuð aftur og aftur?
9
Hvað þola stjörnumerkin ekki?