Stjörnuspá fyrir nóvember 2016

Stjörnuspár hafa verið rosalega vinsælar hjá okkur síðustu mánuði og því ætlum við að halda áfram að birta þær hjá okkur. Þessi frábæra spá er frá Mojave Rising og er bráðskemmtileg spá fyrir nóvember mánuð.

 

 

Sporðdrekinn

Nú er þinn tími til að láta ljós þitt skína kæra afmælisbarn. Í þessum mánuði áttu að láta eftir öllum þínum innstu þrám. Keyptu þér ný nærföt, kannski silki og blúndu, vertu ögrandi. Eldaðu þér æðisgenginn mat og prófaðu nýja hluti. Fagnaðu því sem lætur þig sem fyllir þig lífi og krafti.

Bogmaðurinn

Þú átt það til að vera alltaf að plana framtíðina. Þú hugsar fram í tímann, lætur þig dreyma og tekur áhættur. Nú er kominn tími til að slaka á og skoða það sem hefur gerst undanfarið ár. Láttu renna í freyðibað eða bókaðu þér tíma í nudd og njóttu þess að vera ein. Það eru viðburðarríkir mánuðir framundan svo ekki hugsa of mikið um það sem á eftir að gera. Njóttu líðandi stundar og slakaðu á.

Steingeitin
Það er staður og stund til þess að vera alvarleg og svo er staður og stund til að skemmta sér. Í nóvember ættir þú að leyfa þér að taka þér smá pásu frá því að vera fullorðin og gerðu einfaldari hluti. Farðu á skauta og finndu hvaða áhrif það hefur á þig. Þú getur líka farið í kareoke og sungið lög eftir Whitney Houston. Það skiptir ekki máli hvort þú haldir lagi eða ekki. Það eina sem skiptir máli er að stíga út fyrir þægindahringinn og finna hvað það er hrikalega frelsandi.
Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir apríl 2017
Stjörnuspá fyrir mars 2017
Hvert er þitt leynda persónueinkenni?
Stjörnuspá fyrir febrúar – Sporðdrekinn
Stjörnuspá fyrir árið 2017
Hvernig tjá stjörnumerkin ást sína?
Stjörnuspá fyrir desember 2016
Stjörnumerkin og kynþokkinn
Stjörnumerkin: Hvað gerir þig aðlaðandi?
Stjörnumerkin og rifrildin
Stjörnumerkin og ástleysið
Hvað segir fæðingardagurinn þinn um þig?
2
Hvað hræðir þig samkvæmt þínu stjörnumerki?
Hvað segir þinn mánuður um þig?
Sama stjörnuspáin notuð aftur og aftur?
9
Hvað þola stjörnumerkin ekki?