Súkkulaðikaka með vanillujógúrt

Þessi súkkulaðidásemd er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt

Súkkulaðikaka með vanillujógúrt
100 g smjör, við stofuhita
1 1/4 bolli sykur
2 egg
1 3/4 bolli hveiti
2/3 bolli kakó
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
3/4 tsk salt
1 dós (170g) vanillujógúrt
1/3 bolli vatn
1 tsk vanilludropar

Súkkulaðikrem
1 1/2 bolli flórsykur
2/3 bolli kakó
3-4 msk vatn
1 tsk vanilludropar

Aðferð

  1. Blandið saman í skál hveiti, kakói, lyftidufti, matarsóda og salti. Takið til hliðar.
  2. Í aðra skál hrærið saman jógúrt, vatni og vanilludropum. Geymið.
  3. Þeytið vel saman smjör og sykur þar til blandan er orðið létt og ljós. Bætið eggjum út í, einu í einu.
  4. Hrærið helminginn af hveitiblöndunni út í smjör og eggjablönduna og því næst jógúrtblöndunni. Bætið að lokum afganginum af hveitiblöndunni saman við. Hrærið þar til þetta hefur rétt svo blandast saman.
  5. Hellið deiginu í form með smjörpappír og bakið í 175°c heitum ofni í 1 klukkustund. Leyfið að kólna örlítið.
  6. Til að gera súkkulaðikremið hrærið öllum hráefnunum saman og hellið yfir kökuna.
Skyldar greinar
Kransakaka frá Gotterí
Páskabomba
Súkkulaðibitakökur með Rolo-molum
Hollar heslihnetukúlur
Kanilsnúðakaka
Margra laga súkkulaði- og jarðaberjaterta
Bananakaka með glassúr
Júllakaka
Myndir
Allir að missa sig yfir þessu rauðvínssúkkulaði
Mjúk súkkulaðikaka með kaffikeim og mjúku súkkulaðikremi
Ávaxtakaka með pistasíum
Gulrótaterta með kasjúkremi
Myndir
Ótrúlegir súkkulaði skúlptúrar
Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum
Súkkulaði- og hnetugóðgæti
Kanilsnúða-rúlluterta