Svona fjarlægirðu fitu af flísum

Segðu bless við öll baneitruðu hreinsiefnin og kíktu í eldhússkápana

Margir kannast eflaust við að fita og önnur óhreinindi setjist á flísar, bæði inni á baði og í eldhúsinu, sem erfitt er að ná af. Það virðist vera sama hvaða hreinsiefni eru notuð, þessi óhreinindi nást aldrei almennilega af. En lausnin gæti verið nær en þig grunar. Það er nefnilega algjör óþarfi að nota baneitruð efni og hjakka með grófum svampi á flísunum, í þeirri von að ná þeim hreinum. Það sem er til í eldhúsinu er alveg eins gott, og jafnvel betra. Til að ná flísum hreinum og fallegum má nefnilega nota matarsóda, lyftiduft, borðedik og sítrónusafa.

Hér eru þrjár aðferðir til að nota þessi efni við þrif á flísum:

1. Stráðu matarsóda á svamp og nuddaðu yfir óhreinindin. Þvoðu af með vatni.

2. Hrærðu saman í þykka blöndu af ediki og lyftidufti eða matarsóda og sítrónusafa. Þessu er nuddað á flísarnar og látið bíða í þrjár til fjóra klukkutíma. Síðan þvegið af með volgu vatni og góðum klút.

3. Sítrónusafi einn og sér getur líka verið ágætur. Þá er sítróna skorin í tvennt og sárinu nuddað yfir óhreinindin, látið liggja smástund og þvegið

 

Heimildir: Fréttatíminn

Skyldar greinar
Þrífðu burstana á tveggja vikna fresti
Auðveldaðu þrifin með viðeigandi tónlist
Heimilið fínt á 15 mínútum
5 frábærar lausnir í þrifum
Myndband
7 leiðir til að koma þér í stuð til að þrífa
Myndir
11 ráð sem allir geta nýtt sér
Ísmolar á bólurnar
Heitasti morgunmaturinn
Komdu skipulagi á ísskápinn
Ráð fyrir draslara
Myndband
Húsráð: Losnaðu við hvítar rákir eftir svitaeyðir
Myndband
6 hlutir sem þú getur notað á nýjan máta
Myndband
5 æðisgengin ráð varðandi þrif á heimilinu
Myndband
Húsgögn sem spara heilmikið pláss
Myndband
10 hlutir sem eru skítugri en klósettið þitt!
Myndband
Húsráð: Ný not fyrir hversdagslega hluti