Svona þrífurðu parketið

Nauðsynlegt er að vita hvernig parket er á gólfunum áður en hafist er handa við þrif.

Það er mikilvægt að þrífa parketið rétt, bæði til að hámarka endingu þess og svo það líti sem best út. Parket er ekki sama og parket og það ber að hafa í huga áður en hafist er handa við þrif.
Hér eru leiðbeiningar um það hvernig best er að þrífa mismunandi gerðir af parketi.

 

Lakkað parket
Sópið eða rykmoppið eftir þörfum. Þvoið með mildu sápuvatni og þurrvindið moppuna eða klútinn. Varast ber að láta vætu liggja á lökkuðu parketgólfi. Nota má hvort heldur er vatnsuppleysanlegt bón eða vaxbón. En varast skal að bóna slík gólf oft. Ef lakkið er orðið slitið þarf að pússa gólfin upp og lakka að nýju.

 

Olíu- eða vaxborið parket
Rykmoppið reglulega. Best er að nota grænsápu, þar til gerða parketsápu eða aðra feita sápu, því fitan mettar gólfborðin. Nauðsynlegt er að olíu- eða vaxbera gólfin nokkuð reglulega annars vilja þau þorna og verða mislit.

 

Plastparket
Varast skal að bleyta gólfið mikið, þurfi þess á að nota volgt vatn og þurrka jafnóðum. Best er að strjúka yfir með þurri moppu eða ryksuga.

 

Gerðu rétt
Ef parket er ekki þrifið rétt er hætt við að endingin verði ekki góð.

 

Heimildir: Fréttatíminn

Skyldar greinar
Gerðu bílinn skínandi hreinan að innan
Auðveldaðu þrifin með viðeigandi tónlist
Heimilið fínt á 15 mínútum
Myndband
7 leiðir til að koma þér í stuð til að þrífa
Komdu skipulagi á ísskápinn
Myndband
Húsráð: Losnaðu við hvítar rákir eftir svitaeyðir
Myndband
6 hlutir sem þú getur notað á nýjan máta
Myndband
5 æðisgengin ráð varðandi þrif á heimilinu
Myndband
Þrifalisti fyrir uppgefnar mæður
Myndband
10 ráð sem geta bjargað lífi þínu
Myndband
10 leiðir til að spara og minnka sóun
Myndir
Beyonce og Jay Z skoðuðu þetta hús í LA
Myndband
Ódýr leið til að taka baðherbergið í gegn
Myndband
Einstæð móðir byggir sér hús með hjálp Youtube
Myndband
Húsráð: Þrif á baðkari
Myndband
Íbúðin hennar er rúmir 8 fermetrar