Hvað gerist ef þú hættir að nota brjóstahaldara?

Okkur hefur alltaf verið sagt að sýna sóma okkar með því að ganga í brjóstahaldara. Með því að vera í brjóstahaldara lítum við oft út fyrir að vera meira aðlaðandi í fötum okkar en það gæti komið þér á óvart hvaða kosti það hefur að vera ekki í brjóstahaldara af og til eða alfarið.

Sjá einnig: Brjóstahaldari sem passar illa getur skaðað þig

seios

Sjá einnig: Karlmenn prófa að vera í brjóstahaldara í eina viku

Bætir lögun brjósta þinna

Andstætt því sem okkur var sagt, þá kemur brjóstahaldarinn ekki í veg fyrir að brjóst þín sígi. Langtíma rannsókn hefur leitt í ljós að með því að vera alltaf í brjóstahaldara getur leitt til þess að brjóst þín sigi ennþá frekar og missi lögun sína með tímanum. Niðurstaða rannsóknarinnar gefur til kynna að með því að vera í brjóstahaldara í sífellu, veikir brjóstvöðvana og lætur þar með brjóstin síga.

Sofðu betur á nóttunni

Við vitum flestar að það er ekki gott fyrir okkur að sofa í brjóstahaldara. Stundum hefur verið sagt að það geti aukið líkurnar á því að fá brjóstakrabbamein, en það hefur aldrei verið sannað. Aftur á móti getur brjóstahaldarinn truflað svefn þinn af og til á nóttunni án þess að þú endilega vaknir við það. Fáðu góðan svefn – Brjóstahaldaralaus.

Bætir blóðflæðið

Brjóstahaldarar eru hannaðir til þess að liggja þétt upp að líkama þínum og eru jafnvel mjög þröngir um þig miðja og sitja þétt upp að öxlum þínum. Það getur orðið til þess að blóðflæðið skerðist og getur valdið æðasjúkdómum seinna um ævina og þá var push-up brjóstahaldarinn ekki þess virði eftir allt saman.

Bætir heilsu brjósta þinna

Brjóstahaldarar valda ekki krabbameini í sjálfu sér, en þeir hafa áhrif á blóðrásina og að vera í þröngum brjóstahaldara getur það leitt til þess að þú fáir útbrot, sýkingar, kemur í veg fyrir að sviti myndist á brjóstum þínum og minni líkur á því að þú fáir bólur á brjóstin.

Ef brjóstahaldarinn er of þröngur, passar illa á þig eða með spöngum sem meiða þig, ert þú að skaða sjálfa þig. Best er að vera í brjóstahaldara sem passar vel eða vera ekki í brjóstahaldara yfir höfuð.

Skyldar greinar
Lífið er núna
Passaðu upp á nýrun
Láttu þér líða vel
Hvað er hægðatregða?
Góður nætursvefn er lykillinn að góðri geðheilsu
Undirbúðu húðina fyrir farða
Varastu að borða þetta fyrir svefninn
Ert þú að þvo hendurnar rétt?
Mislingar
5 ráð til að bæta sjálfstraustið
Krydd eru allra meina bót
5 ráð til að upplifa hamingju í dag
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Myndband
10 fallegar sögur um einstaka manngæsku
Hvað er að vera vegan?
Ófrjósemisaðgerð karla – herraklipping