Thailenskur kjúklingur í hnetusósu (Satay)

Þessi æðisgengni kjúklingur kemur frá Café Sigrún.  

 

Thailenskur kjúklingur í hnetusósu (Satay)

 • 2 stórar eða 3 litlar kjúklingabringur
 • 4 hvítlauksrif
 • 4 skallottlaukar
 • 1 stilkur sítrónugras (e. lemon grass), hvíti hlutinn eingöngu
 • 2 tsk kókosolía
 • 2 tsk karrí
 • 1 tsk engifer
 • 0,25 tsk turmeric
 • 0,25 tsk negull
 • 0,25 tsk cardimommur
 • 1 tsk coriander
 • 1 tsk chili pipar eða paprika
 • 1 msk tamarisósa (eða meira eftir smekk)
 • 400 ml kókosmjólk
 • 3 kúfullar matskeiðar af grófu hnetusmjöri (úr heilsubúð)
 • 4 dropar stevia án bragðefna eða 2 tsk agavesíróp
 • Svartur pipar eftir smekk
 • 175 g hrísgrjónanúðlur (helst úr brúnum hrísgrjónum)

Aðferð

 1. Steikið kjúklinginn í 1 tsk kókosolíu. Haldið kjúklingnum heitum án þess að steikja meira. Bætið vatni við á pönnuna ef vantar meiri vökva.
 2. Afhýðið laukana og hvítlaukinn og saxið smátt.
 3. Afhýðið sítrónugrasið og sneiðið hvíta hlutann í afar þunnar sneiðar.
 4. Hitið 1 tsk kókosolíu á stórri pönnu og steikið laukinn, hvítlaukinn og sítrónugrasið í nokkrar mínútur. Bætið vatni við á pönnuna ef vantar meiri vökva.
 5. Bætið kryddinu út í (karrí, engifer, turmeric, negull, cardimommur, coriander og chili) og hitið í nokkrar mínútur eða þangað til allt fer að ilma.
 6. Blandið saman í nokkum stórum potti; kókosmjólk, hnetusmjöri, tamarisósu, pipar og steviadropum. Hellið því sem er á pönnunni út í pottinn og hrærið vel.
 7. Hitið varlega þangað til sósan er orðin ágætlega þykk. Hrærið mjög oft.
 8. Sósan á að vera það þykk að hún loði aðeins við bakið á teskeið ef henni er dýft ofan í sósuna, samt það þunn að hún fljóti vel yfir núðlurnar og kjúklinginn.
 9. Ef sósan er of þykk getið þið sett smávegis af vatni út í.
 10. Sjóðið hrísgrjónanúðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum og síið vatni frá þegar þær eru tilbúnar.
 11. Setjið hrísgrjónanúðlur á hvern disk. Setjð kjúklinginn eða grænmetið/tofuið ofan á núðlurnar. Hellið heitri sósunni yfir eða berið fram í sér skál
 12. Berið fram með grænum, flötum baunum eða sojabaunum (e. edamame).

Fylgstu með öllum nýjustu uppskriftunum á Facebook síðu Café Sigrún

Skyldar greinar
Kjúklingasamloka með mozzarella og aioli majónesi
Beikonvafðar fylltar kjúklingabringur
Kjúklingur með dijon parmesan hjúp
Súper einfaldur kjúklingaréttur
Ljúffengir leggir
Hoi Sin kjúklingur
Grillaðar kjúklingabringur með apríkósugljáa
Kjúklingur með bönunum og rúsínum
Tandoori kjúklingasalat
Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu
Kjúklingur með grænmeti, núðlum og cashewhnetum
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Korma kjúklingur með eplum, tómötum og spínati
Myndband
Svona færðu bragðgóðan kjúkling
Ekki endurhita þessi matvæli
Tómatpasta með kjúkling og brokkolí