Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp

Hér er ofureinföld og ægilega góð uppskrift af fiskrétt frá Ljúfmeti og lekkerheit.

fiskuriraspi1-1-of-1

Sjá einnig:Saltfiskur með mangó chutney – Einfaldur og góður

Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp (uppskrift frá Familjekassen)

um 600 g þorskur (eða ýsa)

1 dl raspur

100 g rifinn ostur

1 hvítlauksrif

2 msk fínhökkuð steinselja

salt og pipar

smjör

fiskuriraspi2-1-of-1

Sjá einnig: Gratineraður fiskur á hrísgrjónabeði

Hitið ofninn í 150°. Leggið fiskinn í smurt eldfast mót. Saltið og piprið. Blandið raspi, rifnum osti, steinselju og pressuðu hvítlauksrifi saman og setjið yfir fiskinn. Setjið smjör yfir, annað hvort brætt smjör sem er dreift yfir eða skerið sneiðar (t.d. með ostaskera) og leggið víðs vegar yfir rasphjúpinn. Bakið í um 10 mínútur, hækkið þá hitann í 200° og bakið áfram í 5 mínútur til að rasphjúpurinn fái fallegan lit.

Ljúfmeti og lekkerheit á Facebook

Skyldar greinar
Láttu þér líða vel
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Árstíðabundinn matseðill
Almennt um matarsýkingar
Hummus
Fiskur í tómat og feta
Parmesanristaðar kartöflur
Fiskibollur
Myndir
Döðlugott
Suðræn stemning og æðislegur matur
Myndband
10 fjölskyldur með stórfurðulegar matarvenjur
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Sykurpúðakakó
Fiskur með kókosflögum og basil
Ávaxtakaka með pistasíum
Þarmaflóran hefur áhrif á skap og líkamsþyngd