Þrífðu örbylgjuofninn án efna! – Leiðbeiningar

Það finnst örugglega ekki mörgum gaman að þrífa örbylgjuofninn sinn og það virðist oft sitja á hakanum í eldhúsinu. Það er samt til ótrútlega þægileg og einföld leið til að þrífa hann án allra efna og mikillar fyrirhafnar.

Það sem þú þarft er:

  • Vatn
  • Svampur
  • Sítrónudropar
  • Úðabrúsi

Þetta er mjög einfalt. Þú gegnbleytir svampinn undir vatnsbunu úr krananum. Setur hann svo inn í örbylgjuofninn, á diskinn sem er inni í honum. Svo seturðu vatn með 1-2 dropum af sítrónudropum í úðabrúsa. Sítrónudroparnir eru bara til þess að gefa ferska lykt.

Svo úðar þú inn í örbylgjuofninn, passaðu að gegnbleyta hann allsstaðar á hliðum og að ofan líka. Svo seturðu örbylgjuofninn af stað, með svampinum inní og stillir á um 2 mínútur. Þegar tíminn er liðinn, leyfðu þá svampinum aðeins að bíða svo hann sé ekki brennheitur. Taktu hann svo upp og strjúktu innan úr ofninum, óhreinindin verða orðin laus og auðvelt að ná þeim af.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here