Þú mætir sama fólkinu á leiðinni upp og á leiðinni niður

Nína Dögg Filippusdóttir er leikkona átti aldrei Miller úlpu og byrjaði starfsferil sinn 12 ára gömul í fiskvinnslu.

Nína ætlar að deila með okkur nokkrum leyndarmálum í Yfirheyrslunni

 

Fullt nafn: Nína Dögg Filippusdóttir

Aldur: 39 ára

Hjúskaparstaða: Gift

Atvinna: Leikkona …

 

 

Hver var fyrsta atvinna þín? Í fiski ekki nema 12 ára

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? nei bara bömmer að eiga ekki Millet úlpu

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Nei en ég geymi nokkur fyrir aðra sem munu fylgja mér í þangað.

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Já en komið svo aftur og talað við klipparann þegar kjarkurinn var komin til að horfast í augu við að hárið var ekki að virka

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Ekki lengur.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Tengist prumpi

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Gallabuxum og bol

Hefurðu komplexa? Já er málhölt

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Pabbi minn kenndi mér þessa snemma. Þú mætir sama fólkinu á leiðinni upp og á leiðinni niður.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Því miður er það facebook

Seinasta sms sem þú fékkst? Jiii en dásamlegt. Til hamingju snillingur.

Hundur eða köttur? Köttur

Ertu ástfangin? jáhá

Hefurðu brotið lög? nei

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Já alltaf

Hefurðu stolið einhverju? Já ….. þá hlýt ég að hafa brotið lög… þarna komst upp um mig

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? ótrúlega hress og kát eins og amma Solla og afi

Skyldar greinar
„Það er bannað að vera fáviti!“ – Jón Geir er trommari Skálmaldar
Pissaði á mig fyrir framan forsetann – Greta Mjöll í Yfirheyrslunni
Með nef eins og Andrés Önd segir Malin Brand – Yfirheyrslan
Það er í lagi að eiga einkamál en aldrei leyndarmál – Einar Ágúst
Carlos Horacio Gimenez yfirkokkur á Tapas barnum líður best í brynju
Hefur verið sakaður um að stela millikafla – Einar Bárðarson
Reyndi að safna síðu hári, endaði eins og heysáta! Ívar Guðmundsson
Ég ætla ekki að svara þessari spurningu….. Steinunn Edda Steingrímsdóttir
Fékk sér stall og sá strax eftir því – Ágústa Eva í Yfirheyrslunni
Hitti Bruce Willis í Los Angeles og fraus gjörsamlega – Ásdís Rán í Yfirheyrslunni
Fengu hláturskast á óviðeigandi tíma – Jóhanna Vilhjálms í Yfirheyrslunni
Davíð Már er nafn sem vert er að muna: ungur og upprennandi dj og tónlistarmaður
Stal einangrunarplasti og endaði þar með glæpaferilinn – Ágústa Johnson í Yfirheyrslunni
Vinkonurnar gægðust út í miðri sýningu – Sigrún Birna í Yfirheyrslunni
Hefur tvisvar verið tekin fyrir of hægan akstur – Edda Björgvins leikkona í Yfirheyrslunni
Fékk kettling frá manninum sínum en skilaði honum – Ný uppskriftarbók á leiðinni