Tíu mínútna máltíð: Tortellini alla puttanesca

Fljótlegur og brjálæðislega gómsætur pastaréttur frá Eldhúsperlum.

min_IMG_4615

Tortellini alla puttanesca fyrir 4:

 • 500 gr ferskt pasta, t.d tortellini
 • 3 msk góð ólífuolía
 • 1 rauðlaukur smátt skorinn
 • 2-3 hvítlauksrif, rifin eða smátt söxuð
 • 4 vel þroskaðir tómatar, skornir í teninga
 • 1 askja piccolo tómatar eða kirsuberjatómar
 • 3 msk kapers
 • 1 tsk sambal oelek chillimauk eða 1/2 rauður chilli smátt saxaður
 • Safi úr hálfri sítrónu
 • 1 tsk hunang eða önnur sæta
 • 1-2 msk rjómi (má sleppa)
 • Salt og pipar
 • Nýrifinn ferskur parmesan ostur

Aðferð: Hitið olíuna á stórri pönnu og steikið laukinn og hvítlaukinn þar til hann mýkist aðeins. Bætið þá öllum tómötunum út á og hækkið hitann. Látið malla í 5 mínútur og kremjið kirsuberjatómatana aðeins með sleifinni. Bætið kapers, chilli, sítrónusafa, hunangi og rjóma út á og smakkið til með salti og pipar. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, sigtið og hellið því svo út í sósuna og blandið vel saman. Rífið ferskan parmesan yfir áður en rétturinn er borinn fram. min_IMG_4623

Skyldar greinar
Heimagert ravioli með spínati og ricotta fyllingu
Ravioli með skinku, ostasósu og klettasalati
Makkarónur með osti (Mac and cheese)
Pasta með parmaskinku, valhnetum og klettasalati
Pasta með salami og blaðlauki
Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu
Tómatpasta með kjúkling og brokkolí
Gratineraðar pastaskeljar í tómatasósu
Humarpasta með tómatbasilpestói
Pastasalatið sem slær alltaf í gegn
Kjúklingapasta með ostasósu
Rjómalagað kjúklinga- og pestópasta
Ljúffengt pepperonipasta
Pastaréttur með ítölskum keim
Rjómapasta með kjúkling
Myndband
Fljótlegasta leiðin til að elda pasta