Tix.is fagnar 1 árs afmæli sínu

Tix Miðasala er kærkomin nýjung miðasölumarkaðinum á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað af Sindra Má Finnbogasyni í lok september 2014 og hóf starfsemi þann 1. október 2014. Við hjá Hún.is skelltum okkur í eins árs afmæli Tix á dögunum. Þar var mikið um dýrðir og margir lögðu leið sína í miðborgina til að fagna þessum áfanga með þeim.

20151001_172648

Fyrirtækið er nýtt á markaði en starfsmenn hafa samanlagt 20 ára reynslu þegar kemur að rekstri og þróun miðasölukerfa og fyrirtækja.

20151001_185622

Ólafur Thorarensen framkvæmdastjóri, Erna Dís Schweitz Eriksdóttir verkefnastjóri
og Sindri Már Finnbogason eigandi Tix.is

Ólafur Thorarensen sagði þetta í samtali við Hún.is: „Við erum bara þrjú sem vinnum hjá Tix enn sem komið er en gerum ráð fyrir að fjölga starfsfólki þegar fram líða stundir og verkefnin krefjast þess.“

Stærstu viðskiptavinir Tix eru án efa Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús og Leikfélag Reykjavíkur (Borgarleikhúsið) en auk þeirra eru Menningarhúsið Hof, Salurinn í Kópavogi og Bíó Paradís öll komin í viðskipti hjá Tix. 

Tix.is eru einnig farin að selja á hátíðar eins og Eistnaflug, Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar Reykjavík, Reykjavík Comedy Festival, Bræðslan, Landsmót Hestamann og fleiri.

 

Skyldar greinar
Hvað á að gefa börnunum að borða í afmælinu?
Skemmtilegir leikir í afmælið
Hollari valkostir í afmælið
Þessi komust í úrslit!
Myndir
Myrti drengina sína og sjálfan sig eftir forræðisdeilu
Verður að fresta afmælinu
Sígildar Rice Krispies kökur
Myndir
Inni í herbergjum heimsins
Myndir
Jennifer Lopes hélt tvær afmælisveislur
Adele mætti óboðin í barnaafmæli
Myndir
Litli prinsinn er orðinn þriggja ára
Myndband
Birti myndband á Snapchat rétt fyrir andlátið
Myndir
Stjörnum prýtt fertugsafmæli hjá Reese Witherspoon
Myndir
Er þetta heimsins heppnasti unglingur?
Beyonce tilkynnir heimstúr
10
Rafrettan sprakk framan í hann