Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostkurli

Þessa súpu er auðvelt að útbúa og er hún algjörlega ómótstæðileg. Það er óþarfi að láta grilluðu paprikuna flækjast eitthvað fyrir sér –  aðferðina má sjá hérnaUppskriftin&ps=docs er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt

Sjá einnig: Krassandi papríku og tómatsúpa

IMG_1212

Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostkurli

500 g tómatar
2 msk olía
3-4 sneiðar beikon
2 paprikur, rauðar
1 rauðlaukur, gróflega saxaður
½ tsk sjávarsalt
2 msk balsamik edik
2 msk hrásykur
500 ml grænmetissoð (eða vatn og 1-2 grænmetisteningar)
50 gr fetaostur, olían tekin frá
steinselja, fersk (má sleppa)

  1. Skerið tómatana í 4 hluta og látið á ofnplötu. Stráið 1 msk af olíu yfir tómatana og piprið. Setjið inn í 200°c heitan ofn í um 45 mínútur. Steikið beikonið þar til stökkt og takið síðan af pönnunni. Geymið fituna sem verður eftir á pönnunni, hana notið þið á eftir.
  2. Grillið paprikurnar í ofni eða yfir gasi þar til þær eru orðnar næstum því alveg svartar (já brenndar), munið að snúa þeim þannig að þær verði eins á öllum hliðum. Setjið paprikurnar því næst í plastpoka, lokið honum og leyfið þeim að vera þar í 10 mínútur. Takið þær þá úr pokanum og notið hníf til að taka stilkann af. Fjarlægið síðan allt svarta hýðið af paprikunni.
  3. Hellið olífuolíunni og beikonfitunni í stóran pott ásamt rauðlauknum og steikið lítilliega. Bætið svo tómötunum, paprikunum, salti, balsamik ediki og sykri út í pottinn. Hellið grænmetiskraftinum út í og hrærið vel í pottinum. Látið malla í um 10 mínútur. Maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél og látið malla aftur í 10 mínútur.
  4. Hellið í skálar og berið fram með stökku beikoni, fetaostakurli og steinselju.
Skyldar greinar
Grænmetissúpa
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Myndir
Döðlugott
Blómkálssúpa með rauðu karrý
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Íslensk kjötsúpa
Humarsúpa
Heimagerður rjómaís
Aspassúpa – Vinsæll forréttur um hátíðirnar
Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu
Brasilísk fiskisúpa
Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum
Þorskur með snakkhjúpi
Mexíkósk kjúklingabaka