Tómatur lætur bólurnar hverfa

Átt þú til að fá bólur eða ertu með erta og viðkvæma húð? Þessi vandamál geta reynst mörgum erfið að eiga við, en það eru til náttúruleg ráð við því og eitt af því eru tómatar!

Tómatar innihalda mikið af A, C, E, K og B6 vítamínum, sem veita húð þinni þá næringu sem þú þarft. Með því að nota tómata á hverjum degi getur þú minnkað húðvandamál þín og látið bóluör þín vera minna áberandi. Sýran í tómötunum jafnar út pH gildi húðarinnar og kemur í veg fyrir bólumyndun.

Ef þú hefur ekki tíma til að bera tómatin á þig í sneiðum, getur þú tekið safann úr honum og borið hann á andlit þitt og hreinsað síðan með volgu vatni.

Sjá einnig: Af hverju fær fólk bólur?

rub-freshly-cut-tomato-face-3-seconds-heres-incredible-effect-600x400

Tómatmaski:

Taktu einn tómat og skerðu kross á hann neðanverðann. Settu tómatinn undir heitt vatn í um það bil eina mínútu og taktu síðan skinnið af honum. Taktu síðan fræin úr honum og stappaðu tómatinn þar til þú ert kominn með góða áferð á blönduna. Settu það síðan á andlit þitt og láttu standa í um það bil klukkustund og skolaðu síðan vel. Þessi meðferð er frábær til að minnka mikil bóluútbrot.

Þú getur minnkað verkina sem koma af mikið bólóttri húð með því að bæta gúrku eða hreinu jógúrti út í blönduna.

Tómatsafa andlitsvatn:

Blandaðu einni matskeið af tómatsafa við nokkra dropa af sítrónusafa. Settu safann á sýktu svæðin og láttu það vera á í 5 mínútur áður en þú hreinsar það af.

Sjá einnig: DIY: Maskinn sem er að gera allt vitlaust

Heimildir: womendailymagazine

SHARE