Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum

Það má nú aðeins leyfa sér eftir langa helgi, ekki satt? Þessi dásamlega kaka er einföld og fljótleg – hún hentar vel til þess að leyfa börnunum að spreyta sig í eldhúsinu. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt. 

IMG_2520

 

Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum

2 dl sykur
2 tsk vanillusykur
3 egg
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
100 g smjör, mjúkt
2 bananar, stappaðir
100 g suðusúkkulaði, t.d. frá Nóa Síríus

  1. Þeytið sykur, vanillusykur og egg saman með gaffli þar til blandan er orðin létt í sér.
  2. Blandið þá hveiti og lyftidufti út í og hnoðið síðan smjörið saman við.
  3. Bætið stöppuðum bönunum og söxuðu súkkulaðinu að lokum saman við allt.
  4. Setjið því næst deigið í form og bakið við 175°c í um 50 mínútur. Stingið prjóni í miðju kökunnar til að athuga hvort hún sé fullbökuð.
Skyldar greinar
Kardimommuhnútar
Kransakaka frá Gotterí
Páskabomba
Himneskar smákökur
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Kanilsnúðakaka
Margra laga súkkulaði- og jarðaberjaterta
Vatnsdeigsbollur
Gulrótar- og bananaskonsur
Myndir
Döðlugott
Bananakaka með glassúr
Júllakaka
Eplakaka með súkkulaði og kókos
Banana bollakökubrownies