Túnfiskpastaréttur – Uppskrift

Fyrir 2-3

Innihald

200 g spelt pasta (rör, skrúfur eða skeljar)
1 tsk kókosolía
3 sveppir, sneiddir þunnt
15-20 svartar ólífur, sneiddar þunnt
2 hvítlauksgeirar, pressaðir eða saxaðir smátt
400 gr túnfiskur í vatni (notið einungis Dolphin Friendly túnfisk)
400 ml pastasósa úr heilsubúð
400 g tómatar, saxaðir (eða úr dós)
2 msk tómatmauk (puree)
1 tsk svartur pipar
Smá klípa salt (Himalaya eða sjávarsalt) ef þarf. Yfirleitt er nægilega mikið salt í túnfiskinum
Ferskur parmesan, rifinn (má sleppa)
Ferskt basil, saxað (má sleppa)
Aðferð

Byrjið á því að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
Látið renna af pastanu, kælið undir kaldri bunu í nokkrar sekúndur og geymið.
Sneiðið sveppina og ólífurnar.
Afhýðið hvítlaukinn og merjið.
Saxið tómatana ef þið notið ekki saxaða tómata úr dós.
Hitið kókosolíu í potti og hitið hvítlauk, sveppi og ólífur. Notið vatn ef þarf meiri vökva.
Kryddið með svörtum pipar pipar.
Hellið pastasósunni, tómötunum og tómatmaukinu saman við og hitið þangað til sósan er orðin vel heit.
Látið vatnið renna af túnfiskinum og bætið honum út í pottinn. Hrærið varlega þannig að það séu enn þá bitar í túnfisknum þ.e. passið að sundurtæta hann ekki.
Bætið soðna pastanu saman við og hitið vel.
Berið fram með rifnum parmesan og jafnvel söxuðum basil blöðum.
Gott að hafa í huga

Kaupið helst lífrænt framleiddar sósur úr heilsubúð.
Ef þið hafið glúteinóþol má nota glúteinlaust pasta.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here