Túnfisksalat með kotasælu og avókadó – Uppskrift

Nú þegar flest allir eru að hugsa um hollan og góðan mat kemur þessi uppskrift frá Eldhússögur.com að góðum notum.

img_7745

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppskrift:

  • 1 dós túnfiskur í vatni
  • 1-2 lárperur (avókadó)
  • 1/2 lítill rauðlaukur
  • 1 stór dós kotasæla
  • ferskt kóríander
  • salt og pipar
  • 1/2 rautt chili (má sleppa)

Avókadó er skorið í fremur litla bita. Rauðlaukur saxaður mjög smátt. Kóríander saxað fremur smátt. Ef notaður er chili er hann fræhreinsaður og saxaður mjög smátt. Öllu blandað vel saman. Gott að setja á gróft hrökkbrauð með t.d. tómatsneiðum og/eða káli eða bara eitt og sér. Salatið geymist í boxi með vel þéttu loki í minnst 2-3 daga – það hefur eiginlega aldrei reynt á það hjá mér!

img_7739

 

Skyldar greinar
Láttu þér líða vel
Hollari valkostir í afmælið
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Árstíðabundinn matseðill
Hollari valkostir sem eru í alvöru bragðgóðir
Almennt um matarsýkingar
Hummus
Parmesanristaðar kartöflur
Myndir
Döðlugott
Suðræn stemning og æðislegur matur
Myndband
10 fjölskyldur með stórfurðulegar matarvenjur
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Sykurpúðakakó
Ávaxtakaka með pistasíum
Þarmaflóran hefur áhrif á skap og líkamsþyngd
Drykkur sem bætir brennsluna á nóttunni