VÁ! Svona var „Photoshop” á fjórða áratugnum!

Láttu engan ljúga því að þér að Photoshop heyri til öld stafrænnar myndvinnslu, að allt hafi verið frá náttúrunar hendi í þá gömlu góðu daga þegar konur þurftu enn að þvo í höndum og karlar skruppu gangandi til næsta bæjar.

Reyndar er það svo að þó tækninni hafi fleygt fram, þá hefur „fegrun ljósmynda” löngum tíðkast og hér fer óræk sönnun einmitt þess áðursagða. Ljósmyndirnar sem sjá má hér að ofan eru bæði fyrir og eftir skot af sjálfri Joan Crawford á sínum yngri árum, en ljósmyndarinn George Hurrell tók portrettmyndina af leikkonunni í kynningarskyni fyrir kvikmyndina Laughing Sinners.

 

Árið var 1931.

 

Hér má sjá ómeðhöndlaða ljósmyndina af Joan – FYRIR skotið:

before

Þegar Hurrell hafði framkallað myndina, fór hann með portrettið til myndvinnslumanns að nafni James Sharp, sem eyddi heilum sex klukkutímum í að fjarlægja bletti, ójöfnur og afmá örfínar hrukkur. James notaðist við sérstaka vél sem ætluð var til myndvinnslu í þessum tilgangi, sem baklýsti upprunalegu ljósmyndina sem gerði James kleift að vinna ljósmyndina á hárnákvæman máta með pensli.

Útkomuna af hárnákvæmri vinnu James má sjá hér – EFTIR skotið:

after

George Hurrell var hátt skrifaður ljósmyndari á sínu blómaskeiði og eftir hann liggja fjölmörg gullaldarportrett af stjörnum Hollywood, en hér má skoða fleiri ljósmyndir eftir Hurrell.

Víst voru þær fótósjoppaðar á fjórða áratugnum, fallegu stjörnurnar í Hollywood. 

SHARE