Vanilluís með beikonkaramellu

Já, ég er að fara að tala um vanilluís með beikonkaramellu. Nei, ekki hætta að lesa. Þetta er yfirnáttúrleg blanda. Hrein ástaratlot við bragðlaukana. Saltað beikonið með sætum ísnum. Sál þín mun syngja. Það er loforð.

Sjá einnig: Svakaleg beikonbaka sem þú bara verður að prófa

IMG_0232

IMG_0152

Fleygið 4-5 beikonsneiðum inn í ofn á 200° í 15-20 mínútur. Leyfið því að kólna. Saxið smátt.

IMG_0216

Fleygið eftirfarandi á pönnu:

1 1/2 bolli sykur

1 1/2 msk smjör

1 tsk salt

1/4 bolli vatn

Látið krauma við háan hita í tæplega 10 mínútur – eða þangað til blandan verður ljósbrún. Smellið beikoninu saman við og skvettið yfir fulla skál af ís.

IMG_0229

Karmellan verður stökk. Ah, að bryðja hana með mjúkum ísnum. Lífið tekur einfaldlega nýjan lit. Ég elska beikon. Elska það.

SHARE