Veistu af hverju Kinder eggið er gult?

Kinder egg er sælgæti sem hefur verið vinsælt meðal barna árum sama. Yst er súkkulaði egg, með hvítu súkkulaði og mjólkursúkkulaði. Inni í súkkulaðiegginu er svo gult egg með litlu leikfangi sem maður setur saman sjálfur.

Hafið þið einhverntímann spáð í það af hverju eggið, inni í súkkulaðiegginu er alltaf gult?

Það er í raun óskaplega einfalt. Gula plasteggið er gult eins og eggjarauða í venjulegu eggi. Þú brýtur eggið og þá er eggjarauða inni í egginu. Það er ekki flóknara en það!

Þessi staðreynd hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter.

 

SHARE