Viðkvæma húð þarf að vernda

Ýmsar orsakir geta verið fyrir því að fólk er með viðkvæma húð sem hleypur auðveldlega upp í útbrot og rauða flekki, er þurr og hrjúf. En hvað sem orsökum líður er hægt að gera eitt og annað til þess að reyna að halda þessum einkennum í lágmarki.

-Ekki nota snyrtivörur með ilmefnum í, þær eru afar ertandi fyrir viðkvæma húð. Ef þú notar ilmvatn skaltu passa að það komist helst ekki í beina snertingu við húðina. Gott er að leggja flíkina sem þú ætlar í á rúmið og spreyja 1-2 sinnum yfir hana og bíða í 1-2 mínútur áður en þú klæðir þig, þannig takmarkar þú hættuna á því að ilmurinn erti húðina verulega.

-Notaðu mild þvottaefni án ilmefna og reyndu að sleppa því að nota mýkingarefni. Ef þú vilt fá mildan ilm af þvottinum geturðu sett dropa af ilmkjarnaolíu í mýkingarefnishólfið.

Sjá einnig: Húðkrabbamein og fæðingarblettir

-Ekki átta allir sig á því að hreingerningarefni geta líka verið mjög vond fyrir húðina, veldu sem náttúrulegastar vörur sem eru lausar við ertandi efni og ilmefni.

-Ekki nota grófa klúta eða þvottapoka til þess að þvo þér í framan.

-Ekki fara út í mikinn kulda án þess að bera feitt krem eða aðra vörn í andlitið og á varirnar.

-Farðar og aðrar förðunarvörur geta innihaldið ertandi efni, það gleymist gjarnan, vandið valið á slíkum vörum.

-Notaðu krem með vörn gegn útfjólubláum geislum – líka þó að sólin skíni ekki.

 

Heimildir: Fréttatíminn

Skyldar greinar
Undirbúðu húðina fyrir farða
Sveppasýking í húð
Passaðu húðina í kuldanum
Góðar venjur kvölds og morgna
Dýraafurðir í snyrtivörum
Fegraðu þig með fæðu
Góð hreinsun eftir farða
Dragðu úr hrukkum á náttúrulegan hátt
Rándýr andlitsmeðferð Emma Stone
Vörtur – Hvað er til ráða?
Myndir
Fræga fólkið þarf líka að hugsa um húðina eins og við hin!
Húðkrabbamein og fæðingarblettir
Myndband
Er þetta allra stærsti fílapensill sem sést hefur?
Myndband
10 staðreyndir sem þú þarft að vita um appelsínuhúð
Myndband
7 hlutir sem þú vissir ekki að líkami þinn getur gert
Ofnæmi fyrir snyrtivörum