Vill flytja Ísland 1000 km sunnar á hnettinum

Ingólfur Þórarinsson eða Ingó í veðurguðunum kemur frá Selfossi og auk þess sem hann hefur gaman að því að spila og syngja er hann öflugur á fótboltavellinum

 

Fullt nafn: Ingólfur Þórarinsson

Aldur: 27 ára

Hjúskaparstaða: piparsveinn

Atvinna: Tónlistarmaður og skemmtikraftur

Hver var fyrsta atvinna þín? Bæjarvinnan á Selfossi, arfinn hefur ekkert þorað að vaxa á Selfossi síðan ég var að reita hann.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Ég var eitt stórt tískuslys. Var bara að leika mér í fótbolta og spila á gítar í þeim fötum sem ég fékk í jólagjöf eða afmælisgjöf.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Nei, maður deilir lífssögunum með góðum vinum.

Hefurðu farið hundóánægður úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Nei Björn Daði á rakarastofu Björn og Kjartans á Selfossi sér um að klippa mig. Manni líður alltaf eins og Brad Pitt 1997 þegar maður labbar þaðan út.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei, gerir það einhver?

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var að spila með veðurguðunum á Hvolsvelli fyrir nokkrum árum og einn gesturinn reif sig úr að neðan og dansaði á sprellanum. Við vissum ekki hvort við ættum að stoppa eða halda áfram.

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Gallabuxum, léttum bol og hettupeysu.

Hefurðu komplexa? Já nokkra djöfla að draga en berst við þá.

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Gangi þér vel og góða skemmtun.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Dv, facebook, visir, 433.is, blogggattin og tölvupóstsíðurnar

Seinasta sms sem þú fékkst? Farin í golf, mátt reyna að kveikja á sláttuvélinni. Frá mömmu.

Hundur eða köttur? Hundur

Ertu ástfanginn? Nei

Hefurðu brotið lög? Keyrt of hratt, farið yfir á rauðu, sleppt bílbelti, sleppt því að gefa stefnuljós.

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Nei, hef verið viðstaddur fallegar athafnir en brosti bara minnir mig.

Hefurðu stolið einhverju? Já, man ég stal af nammibarnum í kaupfélaginu einhverntímann á Selfossi í gamla daga, svo hef ég stolið golfkúlum af einhverjum félögum mínum og æfingafatnaði frá einhverjum fótboltaliðum.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Ég myndi fara þangað þegar Ísland varð til og flytja það 1000 km sunnar.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Verð á Spáni með golfsettið, verð svo væntanlega afi með nokkur barnabörn og enn að semja lög en kannski kominn meira í að slaka á en ekki gigga allar helgar.

Skyldar greinar
„Það er bannað að vera fáviti!“ – Jón Geir er trommari Skálmaldar
Pissaði á mig fyrir framan forsetann – Greta Mjöll í Yfirheyrslunni
Með nef eins og Andrés Önd segir Malin Brand – Yfirheyrslan
Það er í lagi að eiga einkamál en aldrei leyndarmál – Einar Ágúst
Carlos Horacio Gimenez yfirkokkur á Tapas barnum líður best í brynju
Hefur verið sakaður um að stela millikafla – Einar Bárðarson
Reyndi að safna síðu hári, endaði eins og heysáta! Ívar Guðmundsson
Ég ætla ekki að svara þessari spurningu….. Steinunn Edda Steingrímsdóttir
Fékk sér stall og sá strax eftir því – Ágústa Eva í Yfirheyrslunni
Hitti Bruce Willis í Los Angeles og fraus gjörsamlega – Ásdís Rán í Yfirheyrslunni
Fengu hláturskast á óviðeigandi tíma – Jóhanna Vilhjálms í Yfirheyrslunni
Davíð Már er nafn sem vert er að muna: ungur og upprennandi dj og tónlistarmaður
Stal einangrunarplasti og endaði þar með glæpaferilinn – Ágústa Johnson í Yfirheyrslunni
Vinkonurnar gægðust út í miðri sýningu – Sigrún Birna í Yfirheyrslunni
Þú mætir sama fólkinu á leiðinni upp og á leiðinni niður
Hefur tvisvar verið tekin fyrir of hægan akstur – Edda Björgvins leikkona í Yfirheyrslunni