Viltu ögra sjálfum þér og læra eitthvað nýtt?

Hver kannast ekki við háleit markmið um áramótin? Þeir eru efalaust margir sem vilja í upphafi nýs árs nýta tækifærið til þess að setja sér markmið, jafnvel ögra sjálfum sér og prófa eitthvað nýtt og spennandi. Enda um að gera þegar póstkassinn og pósthólfið fyllast af alls konar spennandi og áhugaverðum tilboðum t.d. námskeiðum í persónulegri hæfni, tungumálum, líkamsrækt og svo mætti lengi telja. Það er því um að gera að nýta tækifærið þegar hugurinn og líkaminn vilja leita á ný mið og finna sér eitthvað við sitt hæfi til þess að lýsa svartasta skammdegið örlítið upp.

Einn af mörgum spennandi möguleikum fyrir einstaklinga til viðbótar við það sem að ofan er talið er að ganga til liðs við POWERtalk samtökin.

En hvað er POWERtalk eiginlega?

POWERtalk er alþjóðlegur félagsskapur sem býður upp á markvissa þjálfun í ræðumennsku, félagsmálum, fundarsköpum og mannlegum samskiptum ásamt skipulagningu og stjórnun. Að tala á opinberum vettvangi vex mörgum svo í augum að tilhugsunin ein er ógnvekjandi. En það þarf ekki að vera þannig. Með skilvirkri einstaklingsþjálfun samtakanna getur einstaklingurinn náð þeirri færni og því öryggi sem hann óskar eftir á þeim hraða sem hann vill og öðlast að lokum öryggi til þess að stíga í ræðustól, standa á skoðunum sínum, yfirstíga kvíða í margmenni, takast á við sviðsskrekk og heilla áheyrendur. Í POWERtalk eru engar skyndilausnir heldur má frekar líkja starfinu við  langhlaup þar sem hlauparnir æfa sig og æfa og hjálpa hver öðrum þar til allir komast glaðir í mark. Ekki hika – gríptu tækifærið núna! POWERtalk samtökin og félagar þess taka vel á móti þér. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.powertalk.is

POWERtalk_Logo

Skyldar greinar
5 ráð til að upplifa hamingju í dag
Myndband
10 fallegar sögur um einstaka manngæsku
Ófrjósemisaðgerð karla – herraklipping
Myndband
30 sekúndur sem bjarga lífi þínu
„Reiðin eyðilagði allt sem ég snerti“
Myndband
Nefaðgerðin breytti lífi hennar
Hvernig kreppir þú hnefann?
Myndband
Ertu með kvef eða flensu?
Veröldin fer á hvolf
Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina
Myndir
Þau tóku brúðarmyndir 70 árum eftir brúðkaupið
Myndir
Síðasta konan sem fæddist á 19. öldinni fagnar afmæli sínu
6 óvænt atriði sem geta valdið bakverkjum
Þú skalt vita þitt virði!
Myndir
Hann á 4 stelpur og sýnir líf sitt á Instagram
Myndir
Móðir segir verndarengil vera hjá dóttur sinni á myndinni