Vímuefni og meðganga

Fæðing barns hefur mikil áhrif á líf foreldra og annarra aðstandenda. Flestir verðandi foreldrar nota meðgöngutímann til að laga líf sitt og umhverfi að nýjum aðstæðum, sérstaklega með tilliti til öryggis barnsins sem þeir bera ábyrgð á. Eitt af því sem ástæða er til að huga að er neysla foreldranna á tóbaki, áfengi og vímuefnum.

Meðan konan er barnshafandi er barnið hluti af henni. Allt sem hún borðar eða drekkur fær barnið, einnig áfengi. Vínandi, sem hún drekkur, fer sem leið liggur um fylgju og inn í blóðrás fóstursins. Líffæri þess eru ekki nægilega þroskuð til að brjóta áfengið niður og fóstrið verður því fyrir meiri áhrifum en móðirin.

Fóstrið er í hættu alla meðgönguna en skaðinn er mismunandi eftir því á hvaða þroskastigi heilinn er hverju sinni. Hvorki er vitað hve mikið áfengi er skaðlegt né á hvaða skeiði meðgöngunnar fóstrið er í mestri hættu. Vitað er að svokölluð hófdrykkja getur valdið skaða og að hættan eykst í takt við aukna neyslu. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að drekki kona 5 drykki eða meira við sama tækifæri getur það verið fóstrinu skaðlegt.

Sjá einnig: Meðganga konu á heilum sex sekúndum

Börn mæðra sem neyta mikils áfengis á meðgöngu geta fæðst með áfengisfóstur-heilkenni sem kemur fram í vaxtarskerðingu, þroskaskerðingu og vansköpun í andliti. Þessar alvarlegu afleiðingar eru sjaldgæfar. Hins vegar fá mun fleiri börn vægari einkenni sem koma fram í námserfiðleikum og hegðunarvandamálum síðar á ævinni, jafnvel þó móðirin neyti ekki mikils áfengis á meðgöngunni.

Enginn munur er á bjór, borðvíni og sterku áfengi, vínandinn í öllum þessum drykkjum hefur sömu áhrif á fóstrið.

Ef barnshafandi kona neytir ólöglegra vímuefna t.d. hass, e-töflu, amfetamíns eða kókaíns getur það m.a. valdið fósturláti, fylgjulosi eða fyrirburafæðingu. Auk þess er hætta á greindarskerðingu og hegðunarvandamálum síðar á ævinni.

Ef móðir sem er með barn á brjósti drekkur áfengi fær barnið hluta áfengisins með móðurmjólkinni og verður fyrir meiri áhrifum en hún. Taugakerfi barnsins er enn í mótun og getur orðið fyrir skaða af áfenginu. Því er æskilegt að takmarka áfengisneyslu verulega á meðan barnið er á brjósti.

Landlæknir hvetur barnshafandi konur til að neyta hvorki áfengis né annarra vímuefna.

Jóna Dóra Kristinsdóttir, ljósmóðir á Miðstöð mæðraverndar
Sigríður Sía Jónsdóttir, yfirljósmóðir á Miðstöð mæðraverndar

Frá Landlæknisembættinu

Fleiri heilsutengdar greinar má finna á doktor.is logo

Skyldar greinar
Láttu þér líða vel
Myndband
Sjáðu hvert líffærin fara þegar þú ert barnshafandi
5 góð ráð fyrir verðandi mæður
Líkaminn undirbúinn fyrir fæðingu barns
Heather Locklear í sinni fimmtu meðferð
Fegin þegar 17 ára dóttirin varð þunguð
Myndir
Kona fæddi barnabarn sitt
Myndir
Hún varð ófrísk þegar hún var þá þegar ófrísk
Fósturrannsóknir
Hvað er fólínsýra?
Fæðutegundir sem á að forðast á meðgöngu
Myndband
Magnað – Barn fæðist í heilum líknarbelg
Myndband
Ótrúlegt – Móðir fæðir barn sitt í anddyri spítala
Hvað er besta líkamsræktin á meðgöngu?
Myndband
DIY: Gerðu þínar eigin óléttubuxur
Myndband
12 hlutir sem óléttar konur gera í laumi