10 vinsælustu greinar ársins 2015

Nú er árið 2015 að renna sitt skeið og þá fer maður að líta um öxl á það sem undan er gengið. Við ákváðum því að gera smá annál um árið 2015 og það sem hefur verið vinsælast hjá okkur á árinu:

10.

Í byrjun árs fékk þessi „froða“ mikinn lestur en hún fjallar um þá útreið sem Victoria Beckham fékk í fjölmiðlum ytra.

victoriabeckham

9.

Þessi ungi maður er búinn að gera sér ótrúlega íbúð á einungis 24 fermetrum.

Screen Shot 2015-12-30 at 9.13.22 PM

8.

Þessi grein vakti mikla athygli en kona nokkur fæddist án legs og legganga. Þegar hún var orðin fullorðin fékk hún svo leg grætt í sig og gat gengið með barn eftir það. Kraftaverk!

b52

7.

Í sjöunda sæti, yfir vinsælustu greinarnar, er þetta viðtal við Guðbjörgu Ýr. Hún talaði við okkur á einlægan hátt um föður sinn sem sætti mikilli gagnrýni vegna sambands síns við barnsmóður sína sem er 19 ára en hann sjálfur á sjötugsaldri.

Screen-Shot-2015-07-29-at-1.25.26-PM-710x470

6.

Þessi furðufrétt varð mjög vinsæl en hún fjallar um konu sem var að gefa 42 ára gömlum syni sínum brjóst.

expelled-from-kfc-for-breastfeeding-her-42-year-old-son

5.

Þessi slúðurgrein fór víða en því var haldið fram í fjölmiðlum í haust að Jay Z væri að halda framhjá Beyoncé og þau væru að skilja. Það hefur samt ekki enn gerst svo við vitum

Jay

4.

Þessi grein varð svakalega vinsæl en hún fjallar um konu sem lendir í nokkru óhugsandi rétt eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn

Screen Shot 2015-12-30 at 3.04.43 PM

3.

Þriðja vinsælasta grein ársins var þessi fallega saga um son sem vildi gleðja móður sína sem hafði gert allt fyrir hann.

Untitled

2.

Næst vinsælasta grein ársins var um konu nokkra sem heitir Mayra Lizbeth Rosales en hún var 467 kg og er búin að léttast þvílíkt mikið í dag.

Screen Shot 2015-12-30 at 2.57.56 PM

1.

Vinsælasta frétt ársins var þegar Justin Bieber kom til landsins og eyddi nóttu með ungri íslenskri þokkagyðju. Það verður að segjast að það kom mér að minnsta kosti mikið á óvart því ég gerði mér ekki grein fyrir hversu vinsæll Justin er hér á landi. Að beiðni fjölskyldu stúlkunnar tókum við greinina úr birtingu.

justin-bieber-kylie-jenner-date-1-ftr

 

 

Gleðilegt ár kæru lesendur og takk fyrir það gamla. Megi nýja árið vera ykkur öllum sem allra best.

SHARE