1 af hverjum 4 karlmönnum hefur gert sér upp fullnægingu samkvæmt nýrri könnun

Okkur er reglulega sagt að konur séu þær einu sem gera sér upp fullnægingu. Nýleg könnun bendir til þess að mun fleiri karlmenn geri sér upp fullnægingu en við höldum.

Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var á síðunni datingadvice.com, hefur einn af hverjum fjórum karlmönnum gert sér upp fullnægingu.

Það sem meira er, af þeim 1,080 karlmönnum sem tóku þátt kom í ljós að þeir menn sem voru fráskildir voru 67% líklegri en til að viðurkenna að hafa gert sér upp fullnægingu en þeir sem aldrei höfðu verið giftir. Fráskildir karlmenn voru mun líklegri til að hafa á einhverjum tímapunkti gert sér upp fullnægingu en giftir menn, líkurnar voru 25% meiri hjá fráskildum en giftum. Giftir karlmenn eru hinsvegar líklegri til að gera sér upp fullnægingu en einhleypir karlmenn, þeir voru 33 prósentum líklegri til að hafa gert sér upp fullnægingu.

Aldur mannanna hafði líka þónokkuð að segja. Karlmenn á aldrinum 25-34 voru líklegastir til að viðurkenna að hafa gert sér upp fullnægingu. Það voru einungis 12 prósent karlmanna á aldrinum 18-24 ára sem viðurkenndu að hafa gert sér upp fullnægingu og 16 prósent þeirra sem voru komnir yfir 65 ára aldurinn.

Heldur þú að eitthvað sé til í þessu?

SHARE