Nú fer að líða að jólum og þá komumst við á Hún.is í gjafagírinn. Seinustu tvö ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og ætlum að halda því áfram. Í dag ætlum við að gefa einum heppnum vini okkar gjafabréf á Tapas barinn.
Tapasbarinn er fullkomin staður til að skella sér á eftir vinnu og fá sér tapas og rauðvín í góðra vina hópi í skemmtilegri spænskri stemmningu!
Jólamatseðill Tapas er alveg einstaklega glæsilegur en við fengum að sjá hann um daginn.
Þú getur einnig smakkað um yfir 70 gómsæta tapasrétti, saltfisk, paellu, humar, lunda og svo miklu miklu fleira.
Lamb í lakkríssósu og beikonvafinn hörpuskel með döðlum er eitthvað sem allir verða að smakka, og að ógleymdum hvítlauksbökuðum humarhölum sem eru algert sælgæti!
Til að fá alvöru spænska stemmingu í æð, þarftu að smakka okkar heimsfræga Sangria með fullt af ávöxtum og okkar eigin leyniblöndu!
Spánverjar búa að ríkri tapas-hefð sem endurspeglar hinn spænska líffstíl. Að borða Tapas er að borða frjáls frá reglum og stundaskrám. Tapas er fyrir þá sem vilja njóta lífssins og eiga notalegar stundir með góðum vinum.
Það eina sem þú þarft að gera er að setja athugasemd hér fyrir neðan: „Já takk“ og þú ert komin í pottinn. Drögum út í kvöld!