10 alveg ómissandi eldhúsráð

Við fáum aldrei nóg af góðum húsráðum, er það nokkuð?

54ff83a0c8736-tip46-gettty-lauren-burke-wg45hf-lgn

Þrífðu heimilistæki úr burstuðu stáli með spritti – helltu dálitlu spritti í bómullarhnoðra og strjúktu yfir stálið. Þetta fjarlægir jafnvel erfiðustu bletti.

Sjá einnig: 8 ómissandi eldhúsráð fyrir þig

3366

Settu trésleif yfir pottinn á meðan þú sýður til dæmis pasta, spaghettí eða hrísgrjón. Sleifin kemur í veg fyrir að það sjóði upp úr.

54ff839bd5a59-tip20-getty-shruthi-venkatasubramanian-srsynz-lgn

Er súpan of söltuð? Settu hráar kartöfluskífur út í pottinn, epli gera líka sama gagn. Láttu súpuna sjóða í 10 mínútur og leyfðu kartöflunum (eða eplunum) að sjúga í sig saltið – veiddu síðan upp úr súpunni.

54ff839b98eb7-tip19-getty-mark-edward-atkinson-tracey-lee-eeqyjd-lgn

Geymdu púðursykurinn í frysti – þá  harðnar hann síður. Svo má einnig geyma brauðsneið eða eplabita í sykurpokanum – það gerir sama gagn og frystihólfið.

Sjá einnig: 15 hlutir til að gera eldhúsið skemmtilegra

54ff839b60919-tip18-getty-johner-images-lgn-cvr7nw-72368618

Var afgangur af ostunum eftir saumaklúbbinn eða veisluna? Það má vel frysta slíka afganga og bera fram síðar. Pakkaðu ostunum vel og vandlega í upprunalegar umbúðir og svo þétt inn í plastfilmu. Frystu og njóttu seinna.

54ff839a18cf4-tip13-getty-juan-silva-lgn-mrj3lb-95946712

Settu nokkur hrísgrjón í saltstaukinn til þess að koma í veg fyrir að saltið fari í klumpa.

Sjá einnig: Fersk ráð fyrir hörundið: Lífrænir maskar beint úr eldhúsinu

54ff8399d5d25-tip12-getty-image-source-lgn-4agoyu-82128390

Ekki aðskilja bananana í ávaxtaskálinni. Þeir eru talsvert lengur að verða svartir ef þeim er leyft að hanga saman.

54ff83976c64f-tip3-getty-madeleine-soder-lgn-yjzckk-4079230

Er kampavínið orðið flatt? Ekki hella því, hentu 2-3 rúsínum ofan í flöskuna – voilá, það freyðir á nýjan leik.

54ff839733472-tip2-getty-anderson-ross-volcbi-lgn

Hafðu alltaf þurran eldhúspappír í botninum á grænmetisskúffunni. Pappírinn dregur í sig vökva og grænmetið heldur ferskleika sínum mun lengur.

54ff8396f27d3-tip1-getty-howard-shooter-wcfopu-lgn

Viltu vita hvort eggin þín eru gömul eða ný? Skelltu egginu í glas af vatni – ef það sekkur þá er það nýtt og ferskt en ef það flýtur þá er það orðið gamalt.

Sjá einnig: Fimm undursamleg fegrunarleyndarmál sem má laga í eldhúsinu

SHARE