Emma Harris í Ipswich í Englandi var að þrífa herbergi Ronnie, sonar síns, þegar hún fann bréf til jólasveinsins undir rúmi drengsins. Ronnie, 10 ára, segir í bréfinu að hann vilji ekkert dót í jólagjöf heldur vilji hann bara að pabbi hans læknist af krabbameini.
Í bréfinu stendur: „Kæri jólasveinn. Þessi jól vil ég bara einn hlut. Pabbi minn er með mjög slæmt heilaæxli. Ef þú getur, getur þú þá fundið lækningu fyrir hann og þá verð ég hamingjusamasti drengur í öllum heimi. Gleðileg jól. Þinn Ronnie Harris.“
Ronnie er duglegur að hjálpa mömmu sinni að sjá um pabba sinn, eldar mat fyrir sig og litla bróður sinn og hjálpar honum að læra og gera húsverk. Emma sagði fréttamiðlinum Mirror að bréfið hafi grætt hana: „Ég er svo st0lt af honum að vera að hugsa um pabba sinn og óska honum bata.“