10 ára stúlka fæðir barn

Fólk varð furðu slegið þegar það fréttist að tíu ára telpa í Kolumbíu hefði fætt barn. Fréttin birtist í dagblaðinu  Primer Impactlo í Kolumbíu og þar segir að telpan hafi komið á sjúkrahúsið, afar illa haldin og með blæðingar þar sem hún svo fæddi barnið. Ekki hafði hún fengið neina skoðun eða hjálp á meðgöngu.

Fólk um allan heim veltir fyrir sér hvers konar lífsaðstæður það eru sem leyfa að svona ungt barni verði barnshafandi. Í fréttinni segir að stúlkan sé af  Wayuu þjóðflokknum sem lög Kolumbíu nái í sumum tilvikum ekki yfir. Yfirlæknir sjúkrahússins þar sem stúlkan ól barnið segir að þetta sé ekki nýtt. Þeir hafi áður oft hjálpað telpum af þessum þjóðflokki og telur hann raunar að tilvikunum fari fjölgandi. „Á þessum aldri ættu þær að vera að leika sér að dúkkum en eru settar í þá stöðu að þurfa að hugsa um eigin ungabörn. Það er skelfilegt“. 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here