10 bíómyndir sem þú getur horft á með þínum heittelskaða á Valentínusardaginn

Ég hef lært ýmislegt í lífinu. Til dæmis að karlmenn eru ekkert sérstaklega hrifnir af The Notebook. Eða Sleepless in Seattle. Eða My Sister´s Keeper. Nei, þeir eru margir hverjir ekki til í slíka gráthátíð. Hérna eru þó hugmyndir af kvikmyndum sem horfa má á saman og enginn fer að skæla.

Svo er líka fullkomlega leyfilegt að henda karlinum bara út og skæla yfir einni klassískri. Og borða Bingókúlur.

Ef þú kýst að hafa hann á sófanum hjá þér þá eru þessar ágætar til áhorfs:

1. Silver Linings Playbook

91R1HTW0kUL._SL1500_

Einstaklega skemmtileg mynd sem skartar frábærum leikurum. Og í stað þess að grenja er hægt að slefa yfir Bradley Cooper. Það verður aldrei þreytt. Aldrei segi ég.

2. Walk the Line

510TA2DYYRL

Dásamleg mynd um tónlistarmanninn Johnny Cash. Myndin fjallar um ævi hans, ástir, sorgir og sigra. Stútfull af góðri tónlist líka. Sem er ávallt plús.

3. Notting Hill

51dBlYSvcgL

Hún er bara alltaf klassísk. Sama hvað hver segir.

4. 10 Things I Hate About You

51g9+KXIiOL

Ég skæli að vísu alltaf duglega yfir þessari. En það er bara af því að Heath er dáinn. Blessaður anginn.

5. Crazy Stupid Love

91X9JxZjk8L._SL1500_

Ryan Gosling fáklæddur í öðru hverju atriði? Ég er mætt. Jú, hún er líka fyndin – minnir mig.

6. There´s Something About Mary

51V+RU9fYsL

Hún er ennþá fyndin. Sver það. Ég horfði á hana um síðustu helgi og pissaði í mig. Tvisvar.

7. Forgetting Sarah Marshall

51c8wZcMS1L

Gamanmynd sem er laus við væmni og leiðindi. Pissfyndin á köflum.

8. Hitch

81H2Z4B6K6L._SL1500_

Ég er alltaf dálítið skotin í Will Smith. Það eru voða sætar konur í myndinni líka. Eitthvað fyrir alla.

9. How to Loose a Guy in 10 Days

How-to-Lose-a-Guy-in-10-Days-how-to-lose-a-guy-in-10-days-66402_1024_768

Ó, þessi er gömul og góð. Matthew enn ungur og stinnur. Namm. Sykursæt, fyndin og rómantísk mynd. Það þarf ekkert meira. Nema mögulega rauðvínsglas.

10. Groundhog Day

51EVxBEKg6L

Ein af mínum uppáhalds. Ótrúlega vel leikin og Bill Murray dásamlegur að venju.

Tengdar greinar:

Kvikmyndir sem fá framhald á árinu

Hvernig er best að eyða Valentínusardeginum – Myndir

Valentínusarkort að hætti Grumpy cat – Myndir

SHARE