10 dýrustu hótelsvítur í heimi

Varstu að hugsa um að ferðast með stæl í sumar? Jafnvel fleygja 9 milljónum í eina nótt á hóteli? Lifa hátt? Þá er þessi listi mögulega eitthvað fyrir þig.

1. Á Hotel President Wilson í Sviss má finna eina dýrustu svítu í heimi. Nóttin kostar litlar 9 milljónir íslenskra króna. En ekki örvænta, þú færð 12 baðherbergi og þinn eigin líkamsræktarsal fyrir vikið.

1423783353-nrm_1423684390-royalpenthousesuitehotelwilson

2. Fyrir litlar 6 milljónir getur þú eytt nótt á The Grand Resort Lagonissi í Aþenu. Með svítunni fylgir einkasundlaug, þinn eigin kokkur og píanóleikari, auðvitað.

1423783354-nrm_1423692745-the-royal-villa-12

3. Shahi Mahal svítan á The Raj Palace á Indlandi þykir ein sú flottasta í heimi. Næturgistingin kostar 6 milljónir og svítunni fylgir meðal annars fullmannað spa, einkasundlaug og bryti.

1423783355-nrm_1423691898-11

4. Dýrasta svítan í Norður-Ameríku er Ty Warner svítan á Four Seasons í New York. Nóttin þar kostar 6 milljónir og dvölinni fylgir stórfenglegt útsýni yfir Manhattan, afnot af Rolls Royce, bryti og einkaþjálfari – svo eitthvað sé nefnt.

1423783356-nrm_1423692326-hotel_ty_warner_penthouse_four_seasons_new_york_03-e1319747635719

5. Fyrir 5 milljónir getur þú gist í stórglæsilegri svítu á The Palms í Las Vegas. Svítan er á tveimur hæðum og þar er vel hægt að halda 250 manna partý.

1423783357-nrm_1423773637-palms_2story_villa_t653

6. Hilltop Estate á Fiji býður gestum sínum upp á að leigja sitt eigið einbýlishús. Sem nær væri að kalla höll. Dvölin kostar 5 milljónir á sólarhring og henni fylgir meðal annars barnapía, bílstjóri og kokkur.

1423783358-nrm_1423775701-laucala_island_resort_hilltop

7. Í París má vel setja í sig kórónu og dvelja á Hotel Plaza Athénéss. Nóttin kostar litlar 5 milljónir.

1423783359-nrm_1423777654-suiteroyalechambre

8. Á Hotel Martinez í Cannes getur þú leigt svítu við sjávarsíðuna. Nóttin kostar rúmlega 4.8 milljónir og innifalið í verðinu er meðal annars einkaströnd og bryti.

1423783361-1423695000-cq5damthumbnail744415

9. Á Eden Rock hótelinu á St.Barths má einnig leigja svítu við sjávarsíðuna. Aðeins ódýrara en í Cannes – á 4,4 milljónir nóttin. Með í kaupunum er einkaströnd, líkamsræktarsalur og aðgangur að upptökustúdíói.

1423783362-nrm_1423779906-ervr-villa-rockstar

10. Á Hotel Cala di Volpe, á Sardínu á Ítalíu, er hægt að dvelja í stórglæsilegri þakíbúð fyrir 4 milljónir á sólarhring. Íbúðinni fylgir líkamsræktarsalur, gufubað og sundlaug.

1423783364-nrm_1423783178-cala_di_volpe_hotel_costasmeralda_suite_presidential_living_room_3

Tengdar greinar:

Fallegustu hótel baðherbergin í heiminum

Töfrandi og ævintýralegt hótel

Fljótandi hótelherbergi í Svíþjóð

SHARE