10 dýrustu kjólarnir sem sést hafa á Óskarsverðlaunahátíðinni

Tímaritið Marie Claire tók saman lista yfir 10 dýrustu kjólana sem við höfum séð stjörnunar skarta á Óskarsverðlaunahátíðinni í gegnum tíðina. Þetta eru nú ekki beint kjólarnir sem ég átti von á – þeir eru nefnilega flestir fremur einfaldir í útliti. Það er augljóslega ekki það skiptir öllu máli. Svo hef ég líka afar slappt auga fyrir svona löguðu – enda er líklegra að þú sjáir mig í flík af flóamarkaði heldur en einhverju merktu Fendi.

Grace-Kelly

Grace Kelly árið 1955. Kjóllinn kostaði rúmlega hálfa milljón. Sem er ekki svimandi upphæð í dag – en þessi kjóll þótti alveg rándýr á sínum tíma. Grace er sögð hafa lagt línurnar að þeim metnaði sem við sjáum á rauða dreglinum í dag.

Keira-Knightley

Keira Knightley í Vera Wang árið 2006. Kjóllinn kostaði 5,2 milljónir.

Cate-Blanchett

Cate Blanchett í Armani Privé árið 2014. Kjóllinn var skreyttur með Swarovski-kristöllum og verðmæti hans litlar 13 milljónir eða svo.

Cate-Blanchett-2

Cate Blanchett árið 2006. Einnig í Armani Privé og kjóllinn að sjálfsögðu þakinn kristöllum frá Swarovski. 27 milljónir, tæpar. Bara eins og eitt einbýlishús eða svo.

Kate-Winslet

Kate Winslet í Valentino árið 2007. Kjóllinn kostaði tæplega 13 milljónir og var sérvalinn af Miu, dóttir Kate.

Charlize-Theron (1)

Charlize Theron í Dior árið 2013. Kjóllinn kostaði 13 milljónir en armböndin sem hún ber … já, verðmiðinn á þeim – 500 milljónir eða svo.

Sandra-Bullock

Sandra Bullock í Alexander McQueen. Þessi kostaði nú bara 5 milljónir.

Anne-Hathaway

Anne Hathaway árið 2011. Kjóllinn kostaði 10 milljónir en hálsmenið … það kostaði eitthvað yfir milljarð.

Jessica-Biel

Jessica Biel í Chanel árið 2014. 13 millur.

Nicole-Kidman

Að lokum – dýrasti kjóllinn. Nicole Kidman skartaði þessum kjól frá Galliano árið 1997. Kjóllinn kostaði langt yfir 200 milljónir og fékk Kidman sama pening í vasann fyrir það eitt að klæðast honum. Fín vinna það!

Tengdar greinar:

Upphitun fyrir Óskarinn: Ljótustu kjólarnir

Ótrúlega skemmtilegar myndir frá Óskarsverðlaunahátíðinni

Óskarsverðlaunin 2015: Sjáðu kjólana!

SHARE