10 fæðutegundir sem draga úr kvíða

Maturinn sem þú setur ofan í þig getur hjálpað til við að draga úr streitu og kvíða. Fæðutegundir sem hugsanlega geta dregið hratt úr kvíða eru meðal annara avókadó, egg og appelsínur. Ýmis andoxunarefni, steinefni og vítamín geta líka hjálpað til við að draga úr einkennum kvíða. Til dæmis eru andoxunarefni í appelsínum sem hjálpa til við að draga úr streitu.

Þú ættir að forðast eða takmarka inntöku á fæðutegundum og drykkjum sem gætu aukið streitu og kvíða, en það eru til dæmis sykruð og fiturík matvæli.

Hér eru nokkrar fæðutegundir sem geta dregið úr kvíða:

1. Avókadó

Að borða reglulega avókadó gæti dregið úr kvíða vegna þess að það inniheldur B-vítamín. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fæðutegundir sem innihalda mikið af B-vítamínum draga úr einkennum kvíða.

Eitt meðalstórt avókadó inniheldur fjölmörg B-vítamín, þar á meðal:


    Folat (B9)
    Níacín (B3)
    Pantóþensýra (B5)
    Ríbóflavín (B2)
    Vítamín B6


2. Bláber

Að borða bláber gæti verið gagnlegt gegn streitu. Bláber eru rík af andoxunarefnum, sem hjálpa til við að seinka og koma í veg fyrir frumuskemmdir. Rannsókn sem birt var árið 2019 leiddi í ljós að hjá konum sem höfðu farið í gegnum breytingaskeið, dró það verulega úr kvíða að borða matvæli sem eru innihalda mikið að andoxunarefnum. 

3. Kalkrík fæða

Rannsókn sem birt var árið 2022 leiddi í ljós að aukin kalsíuminntaka gæti verið gagnleg fyrir skapið. Kalsíumríkur matur inniheldur mjólkurvörur eins og mjólk og jógúrt og grænmeti eins og spínat og grænkál.

Rannsakendur fengu gögn frá 1.233 háskólanemum og komust að því að þeir sem borðuðu meira af mjólkurvörum og kalki voru minna stressaðir en aðrir. Þeir tóku einnig fram að aukin kalsíuminntaka leiddi oft til minni kvíðatilfinningar og meiri seiglu.

4. Egg

Kvíðaeinkenni geta tengst hormónum eins og serótóníni og dópamíni, innan miðtaugakerfisins. Eggjarauður innihalda D-vítamín, sem getur aðstoðað við starfsemi taugakerfisins og vísbendingar eru um að aukið D-vítamínmagn dragi úr kvíða- og þunglyndiseinkennum og eykur.

5. Grænmeti

Í rannsókn sem birt var árið 2018 kom í ljós að háskólanemar upplifðu sig rólegri, ánægðari og orkumeiri þegar þeir borðuðu mikið grænmeti. Grænkál, gulrætur og gúrka voru tekin fram sem góðir valkostir í áti á grænmeti. Það er hinsvegar ekki alveg ljóst hvort kemur á undan jákvæðni eða hollt mataræði en vísindamenn komust að því að heilbrigðar matarvenjur voru oft fyrirboði um gott skap daginn eftir.

6. Hnetur og fræ

Rannsóknir hafa tengt sinkskort við kvíða. Í 28 gr af kasjúhnetum eru um 1,6 mg af sinki sem er um 14-20% af ráðlögðum dagsskammti fyrir fullorðna. 

Margt bendir líka til þess að magnesíum bæti skap og dragi úr kvíðaeinkennum. Chia fræ og graskersfræ innihalda magnesíum.

7. Appelsínur

Ein meðalstór appelsína inniheldur meira en helming ráðlagðs dagsskammtar af C-vítamínum og andoxunarefnum. Rannsóknir hafa sýnt að C-vítamín bætir skap og getur hjálpað við að draga úr streitueinkennum.

8. Ostrur

Það er kannski ekki mikið um að fólk sé að borða ostrur á Íslandi en þær innihalda meira sink en nokkur önnur matvæli. Það eru 32 mg af sinki í 85 gr af ostrum.

9. Lax

Streita getur aukið magn kvíðahormóna í blóðinu. Lax inniheldur omega-3 fitusýrur sem hjálpa til við að draga úr styrk slíkra hormóna.

10. Kalkúnabringa

Kalkúnn er uppspretta tryptófans, amínósýru sem hjálpar til við að framleiða serótónín. Tryptófan hefur, eitt og sér, róandi áhrif. Í rannsókn sem birt var árið 2015 kom í ljós að stórir skammtar af tryptófani draga verulega úr kvíða- og þunglyndiseinkennum og pirringi.

Heimildir: Health.com

Sjá einnig:

SHARE