Hér eru nokkur fegrunarráð sem hjálpa þér í fegurðarrútínuninni þinni, gera líf þitt auðveldara og sparar þér bæði tíma og peninga.
Sjá einnig: Er Nivea after shave balm besti primerinn?
Sjá einnig:5 atriði sem þú VERÐUR að hætta – Farðinn
1. Bættu kanil og piparmyntuolíu út í varasalvann þinn eða glossið til að láta varir þínar verða meira þrýstnar.
2.. Þvoðu vatnsheldan farða af þér með kókosolíu og ólívuolíu.
3. Er meikið þitt of þykkt? Bættu þá aðeins af uppáhalds kreminu þínu út í það. Ef meikið er of ljóst, getur þú bætt smá fljótandi bronzer út í það til að dekkja það aðeins.
4. Blandaðu saman 1 teskeið af matarsóda út í hreinsimjólkina þína. Nuddaðu blöndunni á andlit þitt í hringlaga hreyfingum þrisvar í viku og þú færð glóandi húð.
5. Ef augnskugginn þinn, kinnalitur eða púður er brotið, skaltu seta nokkra dropa af alkóhóli út í farðann, blanda saman og láta þorna yfir nótt. Um morguninn hefur alkóhólið gufað upp og farðinn harnað, svo þú þarft ekki að fara út í búð og kaupa þér nýja vöru.
6. Ef það er orðið erfitt fyrir þig að opna uppáhaldsnaglalakkið þitt eða það er orðið of þykkt, settu það þá í heitt vatn í nokkrar mínútur. Naglalakkaðu þig svo á meðan það er enn heitt.
7. Ertu að drífa þig og hefur ekki tíma til að þvo á þér hárið og átt ekki þurrsjampó? Þú getur reddað þér með því að setja barnapúður í hársvörðinn eða kartöflumjöl og burstað síðan hárið vel.
8. Til að forðast að fá blöðrur á meðan þú ert í nýjum skóm, skaltu bera smá af glærum svitalyktareyði í stifti á hælana á þér og þá staði sem þú heldur að þú getir fengið blöðrur.
9. Taktu teygju og skiptu taglinu þínu í tvö tögl, eitt fyrir ofan hitt. Þannig færðu tagl sem lítur út fyrir að vera bæði þykkara og síðara.
10. Bólur birtast alltaf þegar þú vilt það alls ekki. Bleyttu upp í eyrnapinna og settu í frystirinn í nokkrar mínútur. Haltu síðan eyrnapinnanum á bólunni í, því eftir 20 mínútur hafa æðarnar dregist saman og roðinn mun hverfa.
Heimildir: womendailymagazine. com
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.