10 geggjaðar leiðir til að sigrast á krónísku morgunsleni

Svefnpurrkur, sameinist! Fátt er þyngra en að opna augun á grámyglulegum mánudegi, sveipa sig sæng og beita mildilegri afneitun meðan fingurinn gælir við Snooze-takkann. Jafnvel þú hafir sofið örlítið lengur en ætlunin var í morgun … og veltir því jafnvel fyrir þér hvað í fj*** gerðist rétt áður en upp fyrir þér rann að eina ferðina enn hafði mánudagslúrið komið þér í klandur?

Hvers eiga B-manneskjur eiginlega að gjalda? Hvernig er hægt að vinna bug á morgunsleni og hvað þarf stúlka að gera til að ná í skottið á deginum án þess að stórslys hljótist af?

.

13671_679535562173222_921881448390001567_n

.

Sérfræðingarnir sem starfa hjá Marie Claire virðast ágætlega að sér – og gott ef nokkur ráðin sem renna undan rifjum þeirrar ágætu ritstjórnar eru ekki nokk lúnkin þegar betur er að gáð. Þar á bæ virðast blaðamenn (og konur væntanlega) sofa reglulega yfir sig – í það minnsta sá einhver ástæðu til að kasta í umfjöllun og svara þeirri áleitnu spurningu; hvernig á vinna bug á morgunsleni? Við hér á ritstjórn þykjumst að sjálfsögðu málinu alsendis ókunnar og leituðum því í smiðju erlendra sérfræðinga til að grafast fyrir um svörin við því hvernig sigrast má á krónískri morgunþreytu … og þetta segja þeir sem til þekkja:

.

eclectic-alarm-clocks

1 – Færðu til vekjaraklukkuna: Ekki þó koma vekjaraklukkunni fyrir það langt í burtu að þú heyrir ekki óminn úr fjarska þegar sólin loks kemur upp og klukkan galar. Leggðu klukkuna í hæfilega fjarlægð – svo þú þurfir að standa upp – ekki þó yfir þvert herbergið.

.

806_blowyourowntrumpet-628x250

2 – Breyttu um vekjaratón: Hér má stinga upp á hryllilegri óperutónlist, hanagali eða jafnvel lúðraþyt. Hvað sem virkar. Eitthvað nógu andstyggilegt. Svo ekki sé hægt að snúsa.

.

screenshot-www.nextstepng.com 2015-03-22 23-24-44

3 – Vatn: Gæti virkað. Settu vatnsglas á náttborðið og teygðu þig í slurk þegar þú opnar augun. Já, bíttu jafnvel í niðurskorna appelsínu. Sötraðu kalt te. Hvað sem er.

.

diy-cat-eye-mask-for-a-comfortable-sleep-1-500x304

4 – Dragðu frá gluggunum áður en þú sofnar: Einmitt. Svo er það miðnætursólin sem allt vermir – til greina kemur að fá sér náttlappa fyrir augun sem þú væntanlega sviptir af til að slökkva á klukkuni og BINGÔ – þarna blasir bjartur dagurinn við í öllu sínu veldi.

.

2920855228_975869e61e_z

5 – Teygðu úr þér í rúminu: Já. Það er nokkuð nær lagi. Til að þrauka gegnum svefnmóðuna er ekkert notarlegra en að teygja letilega úr líkamanum – frá toppi til táar og geispa hressilega um leið. Indælt!

.

a8spf2-l-610x610-whale-slippers-unicorn-ugg-boots-uggs-warm-cozy

6 – Huggulegheit: Hér kemur eitt yndislegt ráð (Takk, Marie Claire) – fjárfestu í fallegum inniskóm og dúnmjúkum slopp sem þú hagræðir við hliðina á rúmgaflinum. Stattu upp, smeygðu þér í dýrðina og trítlaðu fram.

.

original

7 – Tónlist: Einmitt. Af hverju er aldrei minnst á morguntónlist? Hvað með smá Beyoncé? Ertu kannski meiri Lorde manneskja? Sade? AC / DC? Halló! Allir ættu að eiga morgun-playlista. Farðu strax í málið … ýttu svo á PLAY í fyrramálið og brostu. Verði þér að góðu.

.

tumblr_m84t5rqvzS1rwths8o1_500

8 – Eldhússrómans: Gerðu kaffikönnuna tilbúna. Keyptu besta te bæjarins. Stilltu síðan uppáhalds krúsinni upp á borðið. Það er svo semmtilegt að trítla fram í mjúkum slopp og þægilegum inniskóm, við dísæta morguntónlist og hita vatnið fyrir fyrsta drykk dagsins.

.

douche

9 – Farðu í sturtu: Já! Notaðu sítrusskrúbb, endurnýjaðu handklæðin ef með þarf, syngdu í sturtunni – notaðu nýja tannburstann – settu á þig rakakrem og hlæðu. Það er svo gott. Líka á morgnana. Sérstaklega þá.

.

4598693355

10 – Hafðu fötin til taks: Ekki gramsa í klæðaskápnum á síðustu stundu og troða þér í slitinn bómullarbol því þú finnur ekki fínu peysuna. Taktu fötin til deginum áður – smelltu þér í flottu gallabuxurnar og settu gloss á varirnar áður en þú gengur út. Klikkar ekki – eigðu hann góðan!

SHARE