Árstíðabundnir dagar ástarinnar eru runnir upp; íslensk sumarsól er hátt á lofti og kærleikurinn að sama skapi blómstrar.
Á vefsíðu Vogue er að finna guðdómlegan tískuþátt um brúðarkjóla af fjölbreytilegri gerð; blómabörn, hippadýrkendur, hagsýnir, náttúrubörn og glæsikvendi. Allir finna eitthvað við sitt hæfi í stórglæstum myndaþættinum sem sýnir undursamlega fallega brúðarkjóla sem allir á sinn hátt eru einstakir og gullfallegir.
Við birtum hér brot úr hinum gullfallega þætti og leyfum okkur að þýða örfáar tilvitnanir í umfjöllunina sjálfa:
Marcel Castenmiller, ljósmyndari og Ali Michael, fyrirsæta eru kærustupar í hinu daglega lífi. Hér má sjá þau æfa tilburðina við orðunum “Þú mátt nú kyssa brúðurina” á ljóðrænan, bóhemískan og rómantískan máta sem gæti hlotið samþykki foreldra þeirra beggja.
Amanda Esquilin er blaðamaður og rithöfundur. Hún er einhleyp, en þegar staða hennar breytist, leggjum við til að hún klæðist fjaðraskrýddum jakkafatabuxum, velji að vera með slegið hár og íklædd skóm sem hæfa dansgólfinu.
Elizabeth Jaeger, listakona, er ástfangin af gaur að nafni Tony og er hugfangin af fallegum kjólnum og villtum hattinum. Angelina Hoffman er hins vegar bara fimmtán ára gömul og er, auðvitað, einhleyp.
Angela Pham, ljósmyndari, þarf ekkert á kærasta að halda í augnablikinu. Hún býr yfir sinni einstöku útgeislun og klæðist kögri (sem er svo í tísku eins og er) og Bradley (einni útgáfu af honum, alla vega).
Coco Young er háskólanemi og á ekki kærasta, en hverjum er ekki sama um það? Hér er hún í hælaskóm frá Saint Laurent og McQueen brúðarkjól. Bara fyrir svölustu brúður í heimi.
Aaron Barker,barþjónn og Cipriana Quann (urbanbushbabes.com) eru töfrum líkust sem par (sérstaklega í ökklasíðum Herrera klæðum) en þau eru bæði eineggja tvíburar. Það eitt og sér væri efni í ágæta bíómynd …..
Britt Maren, fyrirsæta og Derek Orell, matreiðslumeistari, ætla að gifta sig í sumar. Og hér höfum við fært þeim alveg dásamleg klæði fyrir yfirvofandi brúðkaupið.
Elizabeth Yilmaz, sem er dansari, sýnir hér hvernig best er að bera brúðarvöndinn upp að altarinu.
Jenny Shimizu, sem rekur módelskrifstofu og Michelle Harper, markaðsmógúll, eru trúlofaðar! Guðdómleg tillaga að brúðarklæðnaði fyrir gullfallegt par ….
Heimild: Vogue
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.