Gwen Stefani fagnaði nýlega 10 ára sambandi sínu og mannsins síns Gavin Rossdale. Gwen sagði frá því í fjölmiðlum
ekki fyrir svo löngu síðan að þeirra farsæla hjónaband þeirra væri eitt af stærstu afrekum hennar.
Til að fagna þessum stóra áfanga sínum fóru hjónakornin út að borða saman á veitingastaðnum Madeo í Hollywood og
sögðu þeir sem sáu þau að þau hafi verið eins og ástfangnir unglingar. Þau brostu hringinn, héldust í hendur og það
var augljóst hversu ástfangin þau eru enn hvort af öðru.
Það sást líka til þeirra þar sem þau voru að yfirgefa veitingastaðinn og Gavin aðstoðaði Gwen sína upp í bílinn eins og
sannur herramaður.