10 heilsuráð frá Jennifer Aniston

Í tilefni þess að leikkonan Jennifer Aniston varð 45 ára á dögunum tók heilsutímaritið Women´s Health saman 10 gáfulegustu ráðin sem Jennifer hefur gefið í gegnum tíðina um hreyfingu og heilsu.

  1. Vertu dugleg/ur að breyta æfinga rútínunni þannig að hún verði spennandi. Líkaminn er fljótur að venjast sömu rútínunni og það næst meiri árangur að koma vöðvunum stöðugt á óvart.
  2. Allt er gott í hófi. Jennifer borðar næringaríka fæðu ásamt því að vera dugleg að stunda hreyfingu þannig getur hún látið eftir sér óhollari fæðu af og til. Í viðtali við breska InStyle sagðist hún aldrei svelta sjálfa sig. Hennar ráð var að hætta að borða rusl fæði á hverjum degi.
  3. Jóga hjálpar henni að vera tilbúin fyrir allt.
  4. Það getur orðið fíkn að upplifa sæluvímuna sem maður fær að lokinni góðri æfingu. Sú víma vekur upp líkamann.
  5. Stundum er allt í lagi að leyfa líkamanum að ráða þegar honum langar ekki til að hreyfa sig.
  6. Aftur á móti tekur það stundum ekki nema tíu mínútur af hreyfingu til að  komast yfir löngunina til að sleppa því að hreyfa sig.
  7. Finndu leiðir til að koma hreyfingu fyrir í þinni daglegu rútínu. Sjálf tekur Jennifer með sér fjögurra kíló lóð þegar hún gistir á hótelum en hún telur það frábæra lausn að gera nokkrar handa æfingar þegar hún er að horfa á sjónvarpið eða að tala í símann.
  8. Ekki eyða tíma í æfingar sem þér líkar illa við.
    „Ég er ekkert fyrir herþjálfun. Ég þarf ekki að gera allt þetta og ég vil bara vera í góðu formi. Ég þarf ekki að láta öskra á mig stöðugt“ sagði Jennifer í viðtali við Women´s Health fyrir nokkrum árum.
  9. Njóttu þess að eldast. Jennifer segir að henni líði alveg eins unglegri og þegar hún var 25 ára.
  10. Lærðu að þekkja sjálfan þig. Hún mælir með að maður farið í einhvers konar meðferð til að taka til í lífinu sínu og til að losa sig við óþarfa byrgði. Lærðu að skilja hver þú ert.
SHARE