10 hlutir sem læknar hafa fjarlægt úr endaþarmi fólks

Læknar, á bráðamóttökum víðs vegar um heiminn, segja það nokkuð algengt fyrirbæri að einstaklingar leiti til þeirra með einhverskonar hluti fasta í endaþarmi sínum. Já, í rassinum. Bossanum. Botninum. Ýmsu má augljóslega troða þar inn – sem ekki vill svo auðveldlega út aftur. Nema með hjálp.

a98446_key-butt-xray

Lyklar. Af því að stundum er maður auðvitað ekki með vasa. Það getur verið hvimleitt að halda á lyklum í lengri tíma. Það kemur líka svo vond lykt af puttunum á manni.

a98446_butt-light

Vasaljós. Kannski var viðkomandi að leita að lyklunum sínum. Hver veit?

a98446_cellphone

Hringjandi farsími. Já, það er bara alveg óþolandi að vera ekki með vasa.

a98446_liveammo

Skothylki. Hér er um að ræða einstakling sem notaði skothylki til þess að þrýsta gyllinæðinni aftur inn í endaþarminn. Hylkið fór mögulega aðeins of langt.

a98446_tongs

Víbrador og salattöng. Það þarf engan vísindamann til þess að sjá hvað var að eiga sér stað þarna. Fastur víbrador – best að sækja salattöngina.

a98446_pbjar

Hnetusmjörskrukka. Hér er erfitt að ímynda sér hvað hefur verið að eiga stað.

a98446_impulse

Ilmvatnsflaska. Nei, það er kannski ekkert góð lykt af rössum. Það er þó sennilega betra að spreyja bara.

a98446_butt-xray-toy-car

Leikfangabíll.

a98446_glass-butt-xray

Bjórglas. 

a98446_enema

Sement. Já, það var einhver sem lét hella sementi inn í rassinn á sér. Það þurfti síðan að fjarlægja með skurðaðgerð.

Tengdar greinar:

Rassa sjálfsmyndir á Instagram er nýjasta æðið

Stórir rassar eru það heitasta í dag

10 staðreyndir um rassa sem munu koma þér á óvart

SHARE